Erlent

Maraþonhlaupari í hægagangi

Keppendur koma í mark við Buckingham höll í London maraþoninu.
Keppendur koma í mark við Buckingham höll í London maraþoninu. MYND/AFP

Einn keppendanna sem hóf maraþonið í London á sunnudag er enn að hlaupa ... og mun ekki ljúka maraþoninu fyrr en á sunnudag. Greg Billingham hleypur afar hægt í átaki til styrktar börnum með hvítblæði. Hann hleypur einungis eitt skref á hverjum fimm eða sex sekúntum.

Greg er byggingameistari. Hann áætlar að það taki hann sjö daga að ljúka 40 kílómetra hlaupinu.

Hann hefur haft mikinn stuðning á leiðinni frá fólki sem frétt hefur af viðleitni hans. Á fréttavef Ananova er haft eftir honum að stuðningurinn og hvatningarópin hafi verið stórkostleg; "Þótt ég sé síðastur, eru margir bakvið mig" sagði hann.

Greg æfði sig fyrir hlaupið á vinnustað sínum. Steve Woodfinden-Lewis yfirmaður hans sagði hann vera mikinn karakter. Hann sagði samstarfsfélagana sakna hans, og að hægt hafi á afköstum síðan Greg fór í leyfi frá vinnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×