Sturla Böðvarsson og Hvalfjarðargöngin 20. febrúar 2007 05:00 Mikið hefur verið skrifað um Hvalfjarðargöngin, tilurð þeirra og hagkvæmni. Tilurð þeirra er sú að stjórnarmenn við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga áttu hugmyndina og leituðu samstarfs við bæjarstjórn Akraness og síðar Vegagerð ríkisins og ríkisstjórnina. Þetta mannvirki, einhver mesta samgöngubót hér á landi, er borið uppi að langmestu leyti af Vestlendingum og þá sérstaklega Akurnesingum, með gjaldtöku í gegnum göngin. Aðrar samgöngubætur eru alfarið bornar uppi af öllum landsmönnum. Þetta misræmi á kostnaði við að nota vegakerfi landsins er að stórum hluta vegna aumingjadóms samgönguráðherra landsins, Sturlu Böðvarssonar, fyrsta þingmanns kjördæmis okkar. Ég veit að sérstök lög voru sett, í sambandi við byggingu ganganna, sem Sturla skýtur sér á bak við þegar á hann er deilt varðandi gjaldið í gegnum göngin. Það var einnig gert, þegar fyrst var sett slitlag á milli þéttbýlisstaða á Íslandi þ.e. frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Þá var sett á vegagjald til greiðslu á þessari framkvæmd og var settur upp vegatálmi rétt sunnan við Hafnarfjörð til innheimtu veggjaldsins. Þetta mæltist mjög illa fyrir og kröfðust Suðurnesjamenn þess að þessari gjaldtöku yrði hætt, stuttu eftir að hún var tekin upp, vegna þess að þeir bæru að langmestu leyti kostnaðinn af þessari vegaframkvæmd. Eftir nokkrar umræður um málið viðurkenndu stjórnvöld rök Suðurnesjamanna og felldu gjaldið niður (kannski vegna þess að fyrsti þingmaður Suðurnesja var sjálfstæðismaðurinn Ólafur Thors). Á liðnu ári var annar kostnaðarsamur áfangi gerður á þessari sömu leið, fyrst og fremst að kröfu Suðurnesjamanna, þ.e. tvöföldun Reykjanesbrautar, sem er mikil samgöngubót fyrir alla landsmenn, en þó ekki hvað síst fyrir Suðurnesjamenn. Um veggjald á þessari leið hef ég ekki heyrt getið, og gaman væri ef samgönguráðherra gæti útskýrt hversvegna það væri. Hvalfjarðargöngin eru hagkvæmasta vegaframkvæmd, sem gerð hefur verið hér á landi á síðustu áratugum. Að láta hluta landsmanna bera allan kostnað af henni er til skammar núverandi stjórnvöldum. Það gengur jafnvel gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, að skattleggja hluta landsmanna umfram aðra. Sparnaður ríkisins af þessari framkvæmd er margskonar. Þar vil ég fyrst telja sparnað vegna styrks til reksturs Akraborgar, sem var komin til ára sinna og þurfti mikillar endurnýjunar við, ef ekki að kaupa nýtt skip. Annað sparnaður við að tvöfalda brú yfir Laxá í Kjós og viðhalds vegarins um Hvalfjörð og síðast en ekki síst að slysatíðni á veginum um Hvalfjörð hefur engin orðið, síðan göngin komu, en hefði orðið samkvæmt staðaltölum um 10-12 dauðsföll á sama tíma, fyrir utan önnur slys og tjón á farartækjum. Samflokksmaður Sturlu Böðvarssonar, Guðjón Guðmundsson, kom með tillögu um niðurfellingu gjaldsins, haustið 2003, þar sem hann sá, eins og allir heilvita menn, það óréttlæti sem þetta gjald er, en Sturla greiddi atkvæði gegn henni og felldi hana. Einhverju sinni var ég áheyrandi á tal tveggja manna um kostnaðinn vegna gjaldsins, sagði annar að það hefði kostað sig um 200 þúsund á síðasta ári að stunda vinnu sína í Reykjavík. Hinum varð þá að orði: „ég held að Sturla sé einhver mesti peningaplokkari okkar Skagamanna.“ Margt er það fleira sem tína má til um skaðsemi þessa gjalds fyrir okkur Skagamenn, t.d. að Sjúkrahúsið hefur misst af þjónustu við sjúklinga úr Reykjavík vegna gjaldsins, bæði á handlækningadeild og fæðingadeild. Kostnaður aðstandenda upp á 2.000 kr. fyrir hálftíma akstur í heimsókn til sjúklings er gjald sem ekki allir sætta sig við. Stjórnmálamenn sem haga sér svona, við umbjóðendur sína, eiga skilið að fá flengingu. Ég skora því á alla Vestlendinga og ekki síst Skagamenn að strika Sturlu Böðvarsson út af þingi. Höfundur er fyrrverandi háseti, stýrimaður og iðnmeistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað um Hvalfjarðargöngin, tilurð þeirra og hagkvæmni. Tilurð þeirra er sú að stjórnarmenn við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga áttu hugmyndina og leituðu samstarfs við bæjarstjórn Akraness og síðar Vegagerð ríkisins og ríkisstjórnina. Þetta mannvirki, einhver mesta samgöngubót hér á landi, er borið uppi að langmestu leyti af Vestlendingum og þá sérstaklega Akurnesingum, með gjaldtöku í gegnum göngin. Aðrar samgöngubætur eru alfarið bornar uppi af öllum landsmönnum. Þetta misræmi á kostnaði við að nota vegakerfi landsins er að stórum hluta vegna aumingjadóms samgönguráðherra landsins, Sturlu Böðvarssonar, fyrsta þingmanns kjördæmis okkar. Ég veit að sérstök lög voru sett, í sambandi við byggingu ganganna, sem Sturla skýtur sér á bak við þegar á hann er deilt varðandi gjaldið í gegnum göngin. Það var einnig gert, þegar fyrst var sett slitlag á milli þéttbýlisstaða á Íslandi þ.e. frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Þá var sett á vegagjald til greiðslu á þessari framkvæmd og var settur upp vegatálmi rétt sunnan við Hafnarfjörð til innheimtu veggjaldsins. Þetta mæltist mjög illa fyrir og kröfðust Suðurnesjamenn þess að þessari gjaldtöku yrði hætt, stuttu eftir að hún var tekin upp, vegna þess að þeir bæru að langmestu leyti kostnaðinn af þessari vegaframkvæmd. Eftir nokkrar umræður um málið viðurkenndu stjórnvöld rök Suðurnesjamanna og felldu gjaldið niður (kannski vegna þess að fyrsti þingmaður Suðurnesja var sjálfstæðismaðurinn Ólafur Thors). Á liðnu ári var annar kostnaðarsamur áfangi gerður á þessari sömu leið, fyrst og fremst að kröfu Suðurnesjamanna, þ.e. tvöföldun Reykjanesbrautar, sem er mikil samgöngubót fyrir alla landsmenn, en þó ekki hvað síst fyrir Suðurnesjamenn. Um veggjald á þessari leið hef ég ekki heyrt getið, og gaman væri ef samgönguráðherra gæti útskýrt hversvegna það væri. Hvalfjarðargöngin eru hagkvæmasta vegaframkvæmd, sem gerð hefur verið hér á landi á síðustu áratugum. Að láta hluta landsmanna bera allan kostnað af henni er til skammar núverandi stjórnvöldum. Það gengur jafnvel gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, að skattleggja hluta landsmanna umfram aðra. Sparnaður ríkisins af þessari framkvæmd er margskonar. Þar vil ég fyrst telja sparnað vegna styrks til reksturs Akraborgar, sem var komin til ára sinna og þurfti mikillar endurnýjunar við, ef ekki að kaupa nýtt skip. Annað sparnaður við að tvöfalda brú yfir Laxá í Kjós og viðhalds vegarins um Hvalfjörð og síðast en ekki síst að slysatíðni á veginum um Hvalfjörð hefur engin orðið, síðan göngin komu, en hefði orðið samkvæmt staðaltölum um 10-12 dauðsföll á sama tíma, fyrir utan önnur slys og tjón á farartækjum. Samflokksmaður Sturlu Böðvarssonar, Guðjón Guðmundsson, kom með tillögu um niðurfellingu gjaldsins, haustið 2003, þar sem hann sá, eins og allir heilvita menn, það óréttlæti sem þetta gjald er, en Sturla greiddi atkvæði gegn henni og felldi hana. Einhverju sinni var ég áheyrandi á tal tveggja manna um kostnaðinn vegna gjaldsins, sagði annar að það hefði kostað sig um 200 þúsund á síðasta ári að stunda vinnu sína í Reykjavík. Hinum varð þá að orði: „ég held að Sturla sé einhver mesti peningaplokkari okkar Skagamanna.“ Margt er það fleira sem tína má til um skaðsemi þessa gjalds fyrir okkur Skagamenn, t.d. að Sjúkrahúsið hefur misst af þjónustu við sjúklinga úr Reykjavík vegna gjaldsins, bæði á handlækningadeild og fæðingadeild. Kostnaður aðstandenda upp á 2.000 kr. fyrir hálftíma akstur í heimsókn til sjúklings er gjald sem ekki allir sætta sig við. Stjórnmálamenn sem haga sér svona, við umbjóðendur sína, eiga skilið að fá flengingu. Ég skora því á alla Vestlendinga og ekki síst Skagamenn að strika Sturlu Böðvarsson út af þingi. Höfundur er fyrrverandi háseti, stýrimaður og iðnmeistari.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun