Íslenski boltinn

Fólk hvatt til að mæta tímanlega

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ísland - Spánn hefst klukkan 20 í kvöld.
Ísland - Spánn hefst klukkan 20 í kvöld.

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn.

Veitingasalan verður opin og þá verður boðið upp á andlitsmálningu. Áfram Ísland klúbburinn verður á staðnum með ýmsan skemmtilegan varning og bláum bolum verður dreift en á þeim er ritaður textinn að þjóðsöngnum.

Í hálfleik mun síðan Ingó úr Idolinu halda uppi stuðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×