Innlent

Nýr formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna

Örn Friðriksson og Helgi Laxdal hafa skipst á embættum.
Örn Friðriksson og Helgi Laxdal hafa skipst á embættum. Mynd/ Gunnar V. Andrésson
Örn Friðriksson hefur tekið við formennsku í VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna af Helga Laxdal sem nú gegnir stöðu varaformanns. Þetta er í samræmi við samkomulag sem gert var við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands í VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna.

 

 

Örn sagði í samtali við Vísi að mikil hagræðing skapaðist við sameiningu félaganna. Nú væri unnt að lækka félagsgjöld um 0,8% án þess að þjónusta við félagsmenn skertist nokkuð. Þá myndi sjúkrasjóðurinn eflast og sömu sögu væri að segja af orlofssjóði. Þá muni eftirmenntun ná til fleiri.

 

 

Örn sagði einnig að vélstjórar sem vinni í landi og málmiðnaðarmenn myndu samræma kröfur sínar fyrir næstu kjarasamninga, en þeir eru brátt lausir. Aðrir samningar gilda um vélstjóra á sjó.

 

 

Örn mun gegna starfi formanns VM fram að aðalfundi sem haldinn verður í byrjun apríl. Hann segir að á fundinum verði kjörin formaður og stjórn að nýju að fenginni tillögu frá uppstillingarnefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×