Innlent

Íslenskt táknmál verði viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra

MYND/GVA

Félag heyrnalausra skorar á Alþingi að viðurkenna íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnalausra og hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings við hagsmunabaráttu félagsins.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að það hafi í morgun sent öllum alþingismönnum áskorun um að rjúfa einangrun sem heyrnalausir búa við á Íslandi. Auk þess að viðurkenna íslenskt táknmál sem móðurmál heyrnarlausra vill Félag heyrnarlausra að fundin verði varanleg lausn á túlkun fyrir heyrnarlausa og að það verði sett í lög að skylt verði að texta allt innlent sjónvarpsefni.

Segir félagið þessar aðgerðir ekki kostnaðarsamar en að þær geti breytt miklu fyrir líf fólks sem alla sína ævi hefur búið við einangrun í allsnægtasamfélagi. Undirskriftasöfnun félagsins fer fram á heimasíðunni www.valdis.muna.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×