Menntamálaráðherra eins og nátttröll á norrænum vettvangi 21. febrúar 2007 15:00 MYND/GVA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur menntamálaráðherra var sögð standa eins og nátttröll á norrænum vettvangi í umræðum á Alþingi í dag um skipan fulltrúa í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gerði skipan ráðherra að umtalsefni og benti á að ráðherra hefði rofið hálfrar aldar hefð með því að hafa að engu tilnefningar Blaðamannafélags Íslands við skipan í sérfræðingaráðið. Vitnaði hann til skrifa á heimasíðu Norræna blaðamannaháskólans þar sem fram kæmi að sérfræðingaráðið væri skipað reyndu fjölmiðlafólki frá norrænu löndunum með tilnefningum frá blaðamannasamtökum hvers lands. Undantekningi væri þó Ísland þar sem menntamálaráðuneytið hefði tilnefnt fulltrúa landsins. Sagði hann enn fremur að Blaðamannafélag Íslands hefði tilnefnt þau Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, sem aðalmann í ráðið og Svanborgu Sigmarsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem varamann. Ráðherra fór ekki að tilnefningum BÍ heldur skipaði Ólaf Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem aðalmann og starfsmann í fjölmiðladeild ráðuneytisins sem varamann. Benti Mörður á að ráðherra hefði borið því að hugsanlega yrði hagsmunaárekstur með skipan Birgis í ráðið vegna hugsanlegrar samþættingar fjölmiðlanámsins við Norræna blaðamannaháskólann við náms háskóla í norrænu löndunum. Spurði Mörður hvers vegna ráðherra hefði þá ekki bara ráðgast við BÍ vegna málsins í stað þess að hunsa tilnefningar félagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði miklar breytingar standa fyrir dyrum hjá Norræna blaðamannaháskólanum og sagði það venju en ekki skyldu ráðherra að fara að tilnefningum hagsmunasamtaka. Hún hefði viljað skipa mann sem hefði mikla reynslu á sviði fjölmiðla og reynslu af norrænu samstarfi sem jafnframt gæti tengt starfssvið sitt hagsmunum útgefenda. Þá hefði fulltrúi ráðuneytisins verið skipaður varamaður til þess að ráðuneytið gæti fylgst betur með umbreytingum á starfsemi blaðamannaskólans. Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, mótmælti þessu og sagði ekki verið að kollvarpa starfsemi blaðamannaskólans. Sagði hún ráðstöfun ráðherra undarlega og verið væri að fara gegn venju sem skapast hefði. Slíkt hefði ekki verið gert annars staðar á Norðurlöndum. Þá vildi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að ráðherra bæðist afsökunar á mistökunum og tilkynnti að framvegis yrði unnið samkvæmt hefðinni. Mörður Árnason kom aftur í pontu og sagði að ekki væri hægt að taka mark á skýringum ráðherra um hagsmunaárekstur. Það væri skyndiskýring og ef ráðherra hefði viljað virða hefð samráðsins þá hefði hún átt að hafa samband við BÍ og biðja um aðrar tilnefningar. Vitnaði Mörður svo til skýringar á orðinu valdníðsla í orðabók. Þorgerður Katrín sagði hins vegar að ráðherra hefði ávallt skipað fulltrúa í stjórn skólans. Ráðuneytið væri ekki sjálfvirkur stimpilpúði fyrir hagsmunasamtök. Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur menntamálaráðherra var sögð standa eins og nátttröll á norrænum vettvangi í umræðum á Alþingi í dag um skipan fulltrúa í sérfræðingaráð Norræna blaðamannaskólans. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gerði skipan ráðherra að umtalsefni og benti á að ráðherra hefði rofið hálfrar aldar hefð með því að hafa að engu tilnefningar Blaðamannafélags Íslands við skipan í sérfræðingaráðið. Vitnaði hann til skrifa á heimasíðu Norræna blaðamannaháskólans þar sem fram kæmi að sérfræðingaráðið væri skipað reyndu fjölmiðlafólki frá norrænu löndunum með tilnefningum frá blaðamannasamtökum hvers lands. Undantekningi væri þó Ísland þar sem menntamálaráðuneytið hefði tilnefnt fulltrúa landsins. Sagði hann enn fremur að Blaðamannafélag Íslands hefði tilnefnt þau Birgi Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, sem aðalmann í ráðið og Svanborgu Sigmarsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem varamann. Ráðherra fór ekki að tilnefningum BÍ heldur skipaði Ólaf Stephensen, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, sem aðalmann og starfsmann í fjölmiðladeild ráðuneytisins sem varamann. Benti Mörður á að ráðherra hefði borið því að hugsanlega yrði hagsmunaárekstur með skipan Birgis í ráðið vegna hugsanlegrar samþættingar fjölmiðlanámsins við Norræna blaðamannaháskólann við náms háskóla í norrænu löndunum. Spurði Mörður hvers vegna ráðherra hefði þá ekki bara ráðgast við BÍ vegna málsins í stað þess að hunsa tilnefningar félagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði miklar breytingar standa fyrir dyrum hjá Norræna blaðamannaháskólanum og sagði það venju en ekki skyldu ráðherra að fara að tilnefningum hagsmunasamtaka. Hún hefði viljað skipa mann sem hefði mikla reynslu á sviði fjölmiðla og reynslu af norrænu samstarfi sem jafnframt gæti tengt starfssvið sitt hagsmunum útgefenda. Þá hefði fulltrúi ráðuneytisins verið skipaður varamaður til þess að ráðuneytið gæti fylgst betur með umbreytingum á starfsemi blaðamannaskólans. Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, mótmælti þessu og sagði ekki verið að kollvarpa starfsemi blaðamannaskólans. Sagði hún ráðstöfun ráðherra undarlega og verið væri að fara gegn venju sem skapast hefði. Slíkt hefði ekki verið gert annars staðar á Norðurlöndum. Þá vildi Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að ráðherra bæðist afsökunar á mistökunum og tilkynnti að framvegis yrði unnið samkvæmt hefðinni. Mörður Árnason kom aftur í pontu og sagði að ekki væri hægt að taka mark á skýringum ráðherra um hagsmunaárekstur. Það væri skyndiskýring og ef ráðherra hefði viljað virða hefð samráðsins þá hefði hún átt að hafa samband við BÍ og biðja um aðrar tilnefningar. Vitnaði Mörður svo til skýringar á orðinu valdníðsla í orðabók. Þorgerður Katrín sagði hins vegar að ráðherra hefði ávallt skipað fulltrúa í stjórn skólans. Ráðuneytið væri ekki sjálfvirkur stimpilpúði fyrir hagsmunasamtök.
Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent