Stuðningsforeldrar fatlaðra barna 21. febrúar 2007 05:00 Í framhaldi af umræðu á Alþingi og hjá Ríkissjónvarpinu um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna langar mig að fjalla um eftirfarandi: Skilgreining á hlutverki stuðningsfjölskyldu eins og kemur fram á heimasíðu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík Stuðningsfjölskyldur: Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis (1 til 3 sólarhringar á mánuði). Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna. Reykvíkingar sækja um á SSR. Samráð er við foreldra um val á stuðningsfjölskyldu. Fram fer úttekt á stuðningsfjölskyldu og formlegur samningur er gerður á milli aðila. Til starfa sem stuðningsfjölskylda ræðst yfirleitt mjög ábyrgt og gefandi fólk sem tilbúið er að aðstoða fatlaða einstaklinga og gera það af heilum hug. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem móðir stúlku með fötlun. Að sjálfsögðu þurfa að vera gerðar sömu kröfur um eftirfylgd hjá börnum með fötlun eins og hjá öðrum börnum, sem þurfa að dvelja um tíma hjá öðrum en fjölskyldu sinni og er það miður ef svo er ekki. Nauðsynlegt er að standa mun betur að eftirfylgd, fræðslu og stuðningi við stuðningsforeldra og notendur þjónustunnar af atvinnurekandanum, ríkinu. Það mætti gera með því að kalla saman alla aðila með ákveðnu millibili og ræða það sem er gott og það sem að betur mætti fara. Einnig þarf fræðsla um fatlanir að vera mun öflugri fyrir stuðningsforeldra og þeir eiga kost á ákveðinni handleiðslu ef þeim finnst þörf á. Mín reynsla er sú að þegar endurnýja á stuðningsforeldrasamning, þá er samningurinn sendur til foreldra barnsins og eiga foreldrarnir að afla undirskriftar stuðningsforeldranna og senda síðan til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þegar samningur er endurnýjaður ætti vinnureglan að vera sú að kalla alla aðila saman og taka stöðuna, ræða það sem er gott og það sem betur mætti fara. Síðast en ekki síst vil ég fjalla hér um þau laun sem stuðningsforeldrar fá fyrir vinnu sína. Laun fyrir þessa vinnu eru skammarlega lág og ættu skilyrðislaust að vera undanskilin skatti. Stuðningsforeldrar fá u.þ.b. 12.000 kr. greiddar fyrir hvern sólahring og borga fullan skatt af því. Það sér það hver maður að þetta er ekki hátt tímakaup fyrir þá miklu ábyrgð sem stuðningsforeldrar taka að sér. Þjónusta sem þessi er ákaflega mikilvæg fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Þessi þjónusta er í anda laga um málefni fatlaðra og þeirrar hugmyndafræði sem við viljum að þjónustan sé byggð á. Hugmyndafræðin gengur út á að hinn fatlaði fái þá aðstoð sem hann þarf til að geta lifað og dafnað í samfélaginu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar án aðgreiningar. Þjónusta stuðningsfjölskyldna er mun vænlegri til að mæta þörfum og löngunum hins fatlaða og fjölskyldu hans frekar en að hinn fatlaði fari á stofnun eins og skammtímavistun. Skammtímavistun er í eðli sínu stofnun og er erfitt fyrir stofnun að veita sveigjanlega notendastýrða þjónustu. Það er að mínu áliti afar mikilvægt að efla þessa þjónustu og þar með auka möguleika fjölskyldna fatlaðra og fatlaðra barna til að eflast og dafna í íslensku þjóðfélagi. Höfundur er nemandi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu á Alþingi og hjá Ríkissjónvarpinu um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna langar mig að fjalla um eftirfarandi: Skilgreining á hlutverki stuðningsfjölskyldu eins og kemur fram á heimasíðu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík Stuðningsfjölskyldur: Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis (1 til 3 sólarhringar á mánuði). Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna. Reykvíkingar sækja um á SSR. Samráð er við foreldra um val á stuðningsfjölskyldu. Fram fer úttekt á stuðningsfjölskyldu og formlegur samningur er gerður á milli aðila. Til starfa sem stuðningsfjölskylda ræðst yfirleitt mjög ábyrgt og gefandi fólk sem tilbúið er að aðstoða fatlaða einstaklinga og gera það af heilum hug. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem móðir stúlku með fötlun. Að sjálfsögðu þurfa að vera gerðar sömu kröfur um eftirfylgd hjá börnum með fötlun eins og hjá öðrum börnum, sem þurfa að dvelja um tíma hjá öðrum en fjölskyldu sinni og er það miður ef svo er ekki. Nauðsynlegt er að standa mun betur að eftirfylgd, fræðslu og stuðningi við stuðningsforeldra og notendur þjónustunnar af atvinnurekandanum, ríkinu. Það mætti gera með því að kalla saman alla aðila með ákveðnu millibili og ræða það sem er gott og það sem að betur mætti fara. Einnig þarf fræðsla um fatlanir að vera mun öflugri fyrir stuðningsforeldra og þeir eiga kost á ákveðinni handleiðslu ef þeim finnst þörf á. Mín reynsla er sú að þegar endurnýja á stuðningsforeldrasamning, þá er samningurinn sendur til foreldra barnsins og eiga foreldrarnir að afla undirskriftar stuðningsforeldranna og senda síðan til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þegar samningur er endurnýjaður ætti vinnureglan að vera sú að kalla alla aðila saman og taka stöðuna, ræða það sem er gott og það sem betur mætti fara. Síðast en ekki síst vil ég fjalla hér um þau laun sem stuðningsforeldrar fá fyrir vinnu sína. Laun fyrir þessa vinnu eru skammarlega lág og ættu skilyrðislaust að vera undanskilin skatti. Stuðningsforeldrar fá u.þ.b. 12.000 kr. greiddar fyrir hvern sólahring og borga fullan skatt af því. Það sér það hver maður að þetta er ekki hátt tímakaup fyrir þá miklu ábyrgð sem stuðningsforeldrar taka að sér. Þjónusta sem þessi er ákaflega mikilvæg fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Þessi þjónusta er í anda laga um málefni fatlaðra og þeirrar hugmyndafræði sem við viljum að þjónustan sé byggð á. Hugmyndafræðin gengur út á að hinn fatlaði fái þá aðstoð sem hann þarf til að geta lifað og dafnað í samfélaginu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar án aðgreiningar. Þjónusta stuðningsfjölskyldna er mun vænlegri til að mæta þörfum og löngunum hins fatlaða og fjölskyldu hans frekar en að hinn fatlaði fari á stofnun eins og skammtímavistun. Skammtímavistun er í eðli sínu stofnun og er erfitt fyrir stofnun að veita sveigjanlega notendastýrða þjónustu. Það er að mínu áliti afar mikilvægt að efla þessa þjónustu og þar með auka möguleika fjölskyldna fatlaðra og fatlaðra barna til að eflast og dafna í íslensku þjóðfélagi. Höfundur er nemandi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun