Stuðningsforeldrar fatlaðra barna 21. febrúar 2007 05:00 Í framhaldi af umræðu á Alþingi og hjá Ríkissjónvarpinu um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna langar mig að fjalla um eftirfarandi: Skilgreining á hlutverki stuðningsfjölskyldu eins og kemur fram á heimasíðu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík Stuðningsfjölskyldur: Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis (1 til 3 sólarhringar á mánuði). Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna. Reykvíkingar sækja um á SSR. Samráð er við foreldra um val á stuðningsfjölskyldu. Fram fer úttekt á stuðningsfjölskyldu og formlegur samningur er gerður á milli aðila. Til starfa sem stuðningsfjölskylda ræðst yfirleitt mjög ábyrgt og gefandi fólk sem tilbúið er að aðstoða fatlaða einstaklinga og gera það af heilum hug. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem móðir stúlku með fötlun. Að sjálfsögðu þurfa að vera gerðar sömu kröfur um eftirfylgd hjá börnum með fötlun eins og hjá öðrum börnum, sem þurfa að dvelja um tíma hjá öðrum en fjölskyldu sinni og er það miður ef svo er ekki. Nauðsynlegt er að standa mun betur að eftirfylgd, fræðslu og stuðningi við stuðningsforeldra og notendur þjónustunnar af atvinnurekandanum, ríkinu. Það mætti gera með því að kalla saman alla aðila með ákveðnu millibili og ræða það sem er gott og það sem að betur mætti fara. Einnig þarf fræðsla um fatlanir að vera mun öflugri fyrir stuðningsforeldra og þeir eiga kost á ákveðinni handleiðslu ef þeim finnst þörf á. Mín reynsla er sú að þegar endurnýja á stuðningsforeldrasamning, þá er samningurinn sendur til foreldra barnsins og eiga foreldrarnir að afla undirskriftar stuðningsforeldranna og senda síðan til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þegar samningur er endurnýjaður ætti vinnureglan að vera sú að kalla alla aðila saman og taka stöðuna, ræða það sem er gott og það sem betur mætti fara. Síðast en ekki síst vil ég fjalla hér um þau laun sem stuðningsforeldrar fá fyrir vinnu sína. Laun fyrir þessa vinnu eru skammarlega lág og ættu skilyrðislaust að vera undanskilin skatti. Stuðningsforeldrar fá u.þ.b. 12.000 kr. greiddar fyrir hvern sólahring og borga fullan skatt af því. Það sér það hver maður að þetta er ekki hátt tímakaup fyrir þá miklu ábyrgð sem stuðningsforeldrar taka að sér. Þjónusta sem þessi er ákaflega mikilvæg fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Þessi þjónusta er í anda laga um málefni fatlaðra og þeirrar hugmyndafræði sem við viljum að þjónustan sé byggð á. Hugmyndafræðin gengur út á að hinn fatlaði fái þá aðstoð sem hann þarf til að geta lifað og dafnað í samfélaginu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar án aðgreiningar. Þjónusta stuðningsfjölskyldna er mun vænlegri til að mæta þörfum og löngunum hins fatlaða og fjölskyldu hans frekar en að hinn fatlaði fari á stofnun eins og skammtímavistun. Skammtímavistun er í eðli sínu stofnun og er erfitt fyrir stofnun að veita sveigjanlega notendastýrða þjónustu. Það er að mínu áliti afar mikilvægt að efla þessa þjónustu og þar með auka möguleika fjölskyldna fatlaðra og fatlaðra barna til að eflast og dafna í íslensku þjóðfélagi. Höfundur er nemandi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu á Alþingi og hjá Ríkissjónvarpinu um stuðningsfjölskyldur fatlaðra barna langar mig að fjalla um eftirfarandi: Skilgreining á hlutverki stuðningsfjölskyldu eins og kemur fram á heimasíðu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík Stuðningsfjölskyldur: Barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis (1 til 3 sólarhringar á mánuði). Markmið þjónustunnar er að létta álagi af fjölskyldum fatlaðra barna. Reykvíkingar sækja um á SSR. Samráð er við foreldra um val á stuðningsfjölskyldu. Fram fer úttekt á stuðningsfjölskyldu og formlegur samningur er gerður á milli aðila. Til starfa sem stuðningsfjölskylda ræðst yfirleitt mjög ábyrgt og gefandi fólk sem tilbúið er að aðstoða fatlaða einstaklinga og gera það af heilum hug. Það er að minnsta kosti mín reynsla sem móðir stúlku með fötlun. Að sjálfsögðu þurfa að vera gerðar sömu kröfur um eftirfylgd hjá börnum með fötlun eins og hjá öðrum börnum, sem þurfa að dvelja um tíma hjá öðrum en fjölskyldu sinni og er það miður ef svo er ekki. Nauðsynlegt er að standa mun betur að eftirfylgd, fræðslu og stuðningi við stuðningsforeldra og notendur þjónustunnar af atvinnurekandanum, ríkinu. Það mætti gera með því að kalla saman alla aðila með ákveðnu millibili og ræða það sem er gott og það sem að betur mætti fara. Einnig þarf fræðsla um fatlanir að vera mun öflugri fyrir stuðningsforeldra og þeir eiga kost á ákveðinni handleiðslu ef þeim finnst þörf á. Mín reynsla er sú að þegar endurnýja á stuðningsforeldrasamning, þá er samningurinn sendur til foreldra barnsins og eiga foreldrarnir að afla undirskriftar stuðningsforeldranna og senda síðan til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Þegar samningur er endurnýjaður ætti vinnureglan að vera sú að kalla alla aðila saman og taka stöðuna, ræða það sem er gott og það sem betur mætti fara. Síðast en ekki síst vil ég fjalla hér um þau laun sem stuðningsforeldrar fá fyrir vinnu sína. Laun fyrir þessa vinnu eru skammarlega lág og ættu skilyrðislaust að vera undanskilin skatti. Stuðningsforeldrar fá u.þ.b. 12.000 kr. greiddar fyrir hvern sólahring og borga fullan skatt af því. Það sér það hver maður að þetta er ekki hátt tímakaup fyrir þá miklu ábyrgð sem stuðningsforeldrar taka að sér. Þjónusta sem þessi er ákaflega mikilvæg fyrir fjölskyldur fatlaðra barna. Þessi þjónusta er í anda laga um málefni fatlaðra og þeirrar hugmyndafræði sem við viljum að þjónustan sé byggð á. Hugmyndafræðin gengur út á að hinn fatlaði fái þá aðstoð sem hann þarf til að geta lifað og dafnað í samfélaginu eins og aðrir þjóðfélagsþegnar án aðgreiningar. Þjónusta stuðningsfjölskyldna er mun vænlegri til að mæta þörfum og löngunum hins fatlaða og fjölskyldu hans frekar en að hinn fatlaði fari á stofnun eins og skammtímavistun. Skammtímavistun er í eðli sínu stofnun og er erfitt fyrir stofnun að veita sveigjanlega notendastýrða þjónustu. Það er að mínu áliti afar mikilvægt að efla þessa þjónustu og þar með auka möguleika fjölskyldna fatlaðra og fatlaðra barna til að eflast og dafna í íslensku þjóðfélagi. Höfundur er nemandi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun