Lífið

Öskudagur í dag

Þetta öskudagslið söng fyrir starfsfólk Vísis.
Þetta öskudagslið söng fyrir starfsfólk Vísis.

Það er ekki laust við að spennings hafi gætt hjá yngstu kynslóðinni í morgun en öskudagur er ávallt mikið tilhlökkunarefni yngstu kynslóðarinnar. Blíðviðri er í Reykjavík og má víða sjá hópa

af ungu uppáklæddu fólki sem freistar þess að syngja fyrir búðarstarfsmenn í skipti fyrir sælgæti.

Mörg öskudagslið hafa komið við í morgun hjá D3 og sungið. En þessir hressu herramenn á myndinni sungum Bjarnastaða beljurnar fyrir starfsfólk Vísis, nokkuð líklegt er að það lag hljómi víða í dag.

Mikið er um að skólar og leikskólar standi fyrir skipulagðri dagskrá í tilefni dagsins, þar sem unga fólkið klæðir sig uppá og slær köttinn úr tunnunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.