Innlent

Öfgalaus útifundur við Urriðafoss

Útifundur verður haldinn við Urriðafoss í Þjórsá klukkan þrjú í dag þar sem náttúruverndarsinnar og heimamenn sem vilja vernda svæðið ræða fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir. Bjarni Harðarson, blaðamaður, skipuleggur fundinn til þess að fá fram öfgalausa umræðu um umhverfismál, að því er segir á heimasíðu hans.

Bjarni Harðarson býður sig fram til annars sætis á lista Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar í vor. Hann segir umræðu um náttúruverndarmál hafa verið í "mjög óheppilegri gíslatöku öfgamanna sem hrópað hafa ókvæðisorðum að örfáum framkvæmdum," að því er fram kemur á heimasíðu hans.

Hann segir umræðuna um virkjunarframkvæmdir hafi snúist aðallega um framkvæmdir á hálendinu og að þær framkvæmdir sem séu í byggð eða nærri henni falli í skuggann og hafi lítið verið gagnrýndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×