Innlent

Fjögur fíkniefnamál í gær

Kókaín í plastumbúðum. Myndin tengist ekki fíkniefnunum sem fundust í gær.
Kókaín í plastumbúðum. Myndin tengist ekki fíkniefnunum sem fundust í gær. MYND/frá lögreglunni

Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þar af voru þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði. Fimm karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri voru handteknir vegna málanna.

Um miðjan dag var rúmlega tvítugur piltur handtekinn í austurborginni en í bíl hans fundust ætluð fíkniefni. Í gærkvöld voru tveir karlmenn á þrítugsaldri færðir á lögreglustöð eftir að til þeirra sást í miðborginni en í fórum þeirra beggja voru líka ætluð fíkniefni.

Nokkru síðar var farið í hús þar skammt frá vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þar framvísaði karlmaður á fertugsaldri ætluðum fíkniefnum. Og undir miðnætti var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í Hafnarfirði en í fórum hans fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×