Lífið

Ekki búið að velja leikara í Skaupið

Ragnar Bragason að komast í áramótaskap
Ragnar Bragason að komast í áramótaskap MYND/365

Ragnar Bragason sem mun leikstýra næsta áramótaskaupi segist ekki vera búinn að velja leikarana en að það verði gert þegar líða fer á haustið. Hann segir nýja hlutverkið leggjast vel í sig og verkefnið vera eitthvað sem flesta leikstjóra langar til að spreyta sig á að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Ragnar segir skaupið vera orðið mjög klassískt í ákveðnu formi en að hann hafi hug á því að stokka eitthvað upp og prófa nýja hluti í frásagnartækni og þematík.

Ragnar segir meiri áherslu verða á íslensku þjóðarsálina en einstakar persónur. Málefni sem snúa að innflytjendum verða einnig áberandi þar sem þau mál hafi verið ofarlega á baugi það sem af er árinu.

Ragnar vinnur nú að gerð handritsins ásamt þeim Jóni Gnarr og Jóhanni Ævari Grímssyni en hann mun síðan fá fleiri höfunda til liðs við sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.