Íslenski boltinn

Grindavík endurheimti toppsætið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lokaleikur 17. umferðar 1. deildar karla fór fram í dag. Grindvíkingar endurheimtu toppsætið með því að vinna Þór Akureyri örugglega 3-0 á heimavelli sínum. Orri Freyr Hjaltalín, Andri Steinn Birgisson og Eysteinn Hauksson skoruðu mörkin.

Grindavík er með eins stigs forystu á Þrótt sem vann Njarðvík í gær. Fjölnir er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Þrótti, með 36 stig. Flest bendir til þess að þetta verði liðin þrjú sem komast upp í Landsbankadeildina en Fjarðabyggð er í fjórða sæti með sex stigum minna en Fjölnir.

Í dag var einnig leikið í 2. deild karla og má sjá úrslitin hér að neðan.

17. umferð í 1. deild

Njarðvík - Þróttur 0-1

Víkingur Ó - Fjölnir 0-2

KA - ÍBV 0-2

Leiknir - Reynir 1-1

Stjarnan - Fjarðabyggð 2-3

Grindavík - Þór 3-0

15. umferð í 2. deild

Selfoss - KS/Leiftur 0-0

ÍR - Völsungur 2-2

Sindri - Afturelding 0-1

ÍH - Höttur 1-2

Magni - Haukar 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×