Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur 7. febrúar 2007 05:00 Öllum íbúum þessa lands var skömm að því þegar íslensk stjórnvöld tóku þátt í innrásinni í Írak. Sem hefur margsýnt sig að var ekkert annað en glæpur sem varð til þess að mörg þúsund saklausra borgara hafa látið lífið. Ástandið er mikið verra en áður en Bandaríkjamenn og bananalýðveldi á borð við Ísland fóru að skipta sér af. Ég skammast mín fyrir að vera íbúi lands þar sem útlendir vinir mínir sem hafa verið og eru búsettir hér hafa margoft orðið fyrir misrétti, ofbeldi og fordómum bæði af kerfinu sem og einstaklingum. Við þykjumst vera með á nótunum, vel menntuð og vel stæð nútímaþjóð en þó vill það viðgangast að við högum okkur frekar eins og ólæsir bændur árið sautjánhundruð og súrkál. Gamla tuggan segir að fordómar spretti af fáfræði og hræðslu við hið óþekkta. Er ennþá svo framandi fyrir fólkið í landinu að sjá manneskju af öðrum kynþætti en „arískum“ (eða heyra erlendan hreim), þó þú sjáir hana daglega á sjónvarpsskjánum í raunveruleikaþætti, hún afgreiði þig í Bónus, malbiki göturnar sem þú keyrir og pakki inn matnum sem þú kaupir? Er það svo framandi og ógnandi að þú finnir þig knúinn sem íslenskan ríkisborgara að ógna viðkomandi, lítillækka og niðra sökum þess að þú ert fáfróður og hefur ekki enn opnað augu og eyru fyrir því að við erum gengin inn í tuttugustuogfyrstu öldina? Þrælahald hefur verið afnumið (þó ansi mörg íslensk fyrirtæki haldi að það sé enn við lýði), heimurinn minnkar stöðugt og ef nýjungagjarnir Íslendingar og stjórnvöld þeirra vilja ekki verða að athlægi verða þeir að fara að koma fram við nýja Íslendinga og gesti sem manneskjur og jafningja og gefa þeim jöfn tækifæri því staðan í dag er langt frá því. Það bar á umræðunni um fátækt á Íslandi um jólin. Sláandi fréttir ómuðu í fjölmiðlum eins og það væri algjört nýmæli og við værum að heyra þetta orð í fyrsta sinn: fátækt, ji allamalla. Samviskubomba fjölmiðla dundi yfir í nokkra daga svo fólk gæti nú aldeilis rokið til og friðað samviskuna til að gefa nokkra aura í söfnunarbauka til fátæku barnanna í Afríku. Nokkrum dögum síðar voru þessar skelfingarfregnir horfnar á braut úr blöðum og af skjánum, „sem betur fer“ og nú gátum við farið að einbeita okkur að sönnum anda jólanna og jólagjafainnkaupunum (ef ég nenni lalala). Aldrei meiri sala á Þorláksmessu og hvað kaupir landinn? Jú, safapressur eru mjög vinsælar þetta árið, það ku vera í tísku að vera heilsusamlegur. Hressandi. Þökk sé fjölmiðlum, sem tókst að stýra umræðunni frá þessu, munum við ekki þurfa að hugsa um svona leiðinlega hluti eins og fátækt og ójöfnuð á Íslandi. Nú er svo gaman að heyra í fréttum um stórpartýin sem eru haldin úti um allan bæ þar sem stjórstjörnur fá sjötíu milljónir fyrir að koma á klakann og skemmta. Svo eru þorrablótin og árshátíðarnar á næsta leiti, hæhójibbíjei. Ó, svo gaman að vera þjóðlegur og dressa sig upp í sparigallann. Allsherjar alsælufyllerí á blússandi yfirdrætti fram á vor en þá má aftur fara að rifja upp „leiðinleg“ málefni eins og laun fólks í mennta- og heilbrigðiskerfinu, misheppnað samgöngukerfi, fátækt, óréttlátt dómskerfi (sérstaklega í dómum kynferðisafbrotamanna) og flónskulegar ákvarðanir ráðamanna sökum stundargræðgi frá síðustu kosningatímabilum. Jú, við getum öll hlustað á kosningaloforðin í þynnkunni sem skipta í raun engu máli, jafn innantóm og blaðra, fengið okkur svo góðan afréttara á kosningakvöldinu. Stanslaust stuð og partý. Hei, afhverju ekki að einkavæða vatnið? Já, geðveik hugmynd, það ætti að stýra þjóðarskútunni frá kreppunni miklu. Partý, partý. Orðið „firring“ er orðið að klisju en sjúkdómur er helst til rétta orðið til að lýsa því sem hrjáir íslensk stjórnvöld. Eru þau kannski bara með unglingaveikina greyin? Höfundur er leikkona, leiðsögumaður og bjartsýnismanneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum íbúum þessa lands var skömm að því þegar íslensk stjórnvöld tóku þátt í innrásinni í Írak. Sem hefur margsýnt sig að var ekkert annað en glæpur sem varð til þess að mörg þúsund saklausra borgara hafa látið lífið. Ástandið er mikið verra en áður en Bandaríkjamenn og bananalýðveldi á borð við Ísland fóru að skipta sér af. Ég skammast mín fyrir að vera íbúi lands þar sem útlendir vinir mínir sem hafa verið og eru búsettir hér hafa margoft orðið fyrir misrétti, ofbeldi og fordómum bæði af kerfinu sem og einstaklingum. Við þykjumst vera með á nótunum, vel menntuð og vel stæð nútímaþjóð en þó vill það viðgangast að við högum okkur frekar eins og ólæsir bændur árið sautjánhundruð og súrkál. Gamla tuggan segir að fordómar spretti af fáfræði og hræðslu við hið óþekkta. Er ennþá svo framandi fyrir fólkið í landinu að sjá manneskju af öðrum kynþætti en „arískum“ (eða heyra erlendan hreim), þó þú sjáir hana daglega á sjónvarpsskjánum í raunveruleikaþætti, hún afgreiði þig í Bónus, malbiki göturnar sem þú keyrir og pakki inn matnum sem þú kaupir? Er það svo framandi og ógnandi að þú finnir þig knúinn sem íslenskan ríkisborgara að ógna viðkomandi, lítillækka og niðra sökum þess að þú ert fáfróður og hefur ekki enn opnað augu og eyru fyrir því að við erum gengin inn í tuttugustuogfyrstu öldina? Þrælahald hefur verið afnumið (þó ansi mörg íslensk fyrirtæki haldi að það sé enn við lýði), heimurinn minnkar stöðugt og ef nýjungagjarnir Íslendingar og stjórnvöld þeirra vilja ekki verða að athlægi verða þeir að fara að koma fram við nýja Íslendinga og gesti sem manneskjur og jafningja og gefa þeim jöfn tækifæri því staðan í dag er langt frá því. Það bar á umræðunni um fátækt á Íslandi um jólin. Sláandi fréttir ómuðu í fjölmiðlum eins og það væri algjört nýmæli og við værum að heyra þetta orð í fyrsta sinn: fátækt, ji allamalla. Samviskubomba fjölmiðla dundi yfir í nokkra daga svo fólk gæti nú aldeilis rokið til og friðað samviskuna til að gefa nokkra aura í söfnunarbauka til fátæku barnanna í Afríku. Nokkrum dögum síðar voru þessar skelfingarfregnir horfnar á braut úr blöðum og af skjánum, „sem betur fer“ og nú gátum við farið að einbeita okkur að sönnum anda jólanna og jólagjafainnkaupunum (ef ég nenni lalala). Aldrei meiri sala á Þorláksmessu og hvað kaupir landinn? Jú, safapressur eru mjög vinsælar þetta árið, það ku vera í tísku að vera heilsusamlegur. Hressandi. Þökk sé fjölmiðlum, sem tókst að stýra umræðunni frá þessu, munum við ekki þurfa að hugsa um svona leiðinlega hluti eins og fátækt og ójöfnuð á Íslandi. Nú er svo gaman að heyra í fréttum um stórpartýin sem eru haldin úti um allan bæ þar sem stjórstjörnur fá sjötíu milljónir fyrir að koma á klakann og skemmta. Svo eru þorrablótin og árshátíðarnar á næsta leiti, hæhójibbíjei. Ó, svo gaman að vera þjóðlegur og dressa sig upp í sparigallann. Allsherjar alsælufyllerí á blússandi yfirdrætti fram á vor en þá má aftur fara að rifja upp „leiðinleg“ málefni eins og laun fólks í mennta- og heilbrigðiskerfinu, misheppnað samgöngukerfi, fátækt, óréttlátt dómskerfi (sérstaklega í dómum kynferðisafbrotamanna) og flónskulegar ákvarðanir ráðamanna sökum stundargræðgi frá síðustu kosningatímabilum. Jú, við getum öll hlustað á kosningaloforðin í þynnkunni sem skipta í raun engu máli, jafn innantóm og blaðra, fengið okkur svo góðan afréttara á kosningakvöldinu. Stanslaust stuð og partý. Hei, afhverju ekki að einkavæða vatnið? Já, geðveik hugmynd, það ætti að stýra þjóðarskútunni frá kreppunni miklu. Partý, partý. Orðið „firring“ er orðið að klisju en sjúkdómur er helst til rétta orðið til að lýsa því sem hrjáir íslensk stjórnvöld. Eru þau kannski bara með unglingaveikina greyin? Höfundur er leikkona, leiðsögumaður og bjartsýnismanneskja.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun