Erlent

Borís Jeltsín borinn til grafar

MYND/AP

Útför Borísar Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rússlands, fór fram í Moskvu í morgun að viðstöddum fjölmörgum þjóðarleiðtogum fyrr og nú.

Vladímír Pútín Rússlandsforseti og Míkhaíl Gorbatsjev, fyrrverandi aðalritari rússneska kommúnistaflokksins, voru við útförina auk Bills Clinton og George Bush eldri, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Jeltsín lést á mánudag, 76 ára að aldri, en hann var fyrsti forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna.

Lýst hefur verið yfir þjóðarsorg í Rússlandi í dag vegna fráfalls Jeltsíns. Hann verður jarðsettur í kirkjugarði í Moskvu síðar í dag en ekki á Rauða torginu eins og fyrrverandi leiðtogar Sovétríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×