Íslenski boltinn

Jafntefli í Laugardalnum

Hjálmar Þórarinsson skoraði á fallegt mark á 7. mínútu.
Hjálmar Þórarinsson skoraði á fallegt mark á 7. mínútu. Mynd/Hörður

Fram og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í kvöld á Laugardalsvellinum í 15. umferð Landsbankadeildar karla. Hjálmar Þórarinsson kom Fram yfir á 7. mínútu en Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflvíkinga á 23. mínútu. Þórarinn B. Kristjánsson kom svo Keflvíkingum í 2-1 á 52. mínútu en Jónas Grani Garðarsson jafnaði á 81. mínútu.

 

Fram 2-2 Keflavík

1-0 Hjálmar Þórarinsson (7.)

1-1 Guðmundur Steinarsson (23.)

1-2 Þórarinn B. Kristjánsson (52.)

2-2 Jónas Grani Garðarsson (81.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×