Lífið

George bannaður frá Bandaríkjunum

MYND/Getty Images

George Michael gæti lent í fangelsi og yrði hugsanlega bannað að ferðast til Bandaríkjanna ef hann verður dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum lyfja. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Daily Telegraph. Söngvarinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi í gær og kenndi um þreytu og lyfseðilsskyldum lyfjum.

Hámarksrefsing er sex mánaða fangelsisdómur auk ökubanns. Dómarinn tók orð söngvarans ekki trúanleg um þreytu og lyfseðilsskyld lyf. George sagðist hafa gert mjög heimskuleg mistök og að hann skammaðist sín. Hann sagði einnig að hann myndi sætta sig við þá refsingu sem hæfði fyrir brotið.

Hann verður kallaður aftur fyrir réttinn 8. júní, en þá gæti einnig legið fyrir dómur. Þann 9. júní hefst tónleikaferðlag stjörnunnar um Evrópu með tónleikum á Wembley leikvangnum í London.

Michael var handtekinn 1. október síðastliðinn eftir að ökumenn létu lögreglu vita að Mercedes Bens bifreið hans lokaði götu við umferðarljós. Hann var síðan sakaður um að hafa verið ófær um að keyra.

Saksóknari hefur óskað eftir nákvæmari skoðun af blóðsýni sem tekið var úr Michael eftir atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.