Íslenski boltinn

Úrslit leikja: KR jafnaði á 90. mínútu

Elvar Geir Magnússon skrifar

Fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla er lokið en núna klukkan 20 er að hefjast leikur Fram og HK á Laugardalsvelli. Guðmundur Pétursson var hetja KR-inga og jafnaði gegn ÍA á 90. mínútu, úrslitin í Vesturbænum 1-1.

Króatinn Svadumovic kom ÍA yfir snemma leiks en KR brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Páll Gísli, markvörður ÍA, varði vítaspyrnu Bjarnólfs Lárussonar. Varamaðurinn Guðmundur Pétursson var síðan hetja KR og jafnaði undir lokin eftir fyrirgjöf Gunnlaugs Jónssonar.

Breiðablik komst yfir gegn Víkingi á Kópavogsvelli en undir lok fyrri hálfleiks fékk Guðmann Þórisson, varnarmaður Blika, að líta rauða spjaldið. Víkingar fengu aukaspyrnu sem þeir skoruðu úr. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum en Hermann Albertsson, leikmaður Víkings, fékk rauða spjaldið og bæði lið enduðu því leikinn með tíu menn.

Valsmenn voru í miklum ham gegn Keflavík og voru komnir í 3-0 eftir um hálftíma leik. Keflavík minnkaði muninn en komst ekki lengra.

Þá vann topplið FH 2-1 sigur gegn Fylki. Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörkin fyrir Íslandsmeistarana í sitthvorum hálfleiknum. Fylkismenn náðu að minnka muninn úr umdeildri vítaspyrnu.

LOKATÖLUR:

Keflavík - Valur 1-3

Simun Samuelsen - Helgi Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Baldur Bett.

KR - ÍA 1-1


Guðmundur Pétursson - Svadumovic.

Breiðablik - Víkingur 1-1


Kristinn Steindórsson - Gunnar Kristjánsson.



Fylkir - FH 1-2


Páll Einarsson víti - Matthías Vilhjálmsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×