Íslenski boltinn

FH yfir í Árbænum

Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH.
Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH.

Klukkan sex hófust fjórir leikir í Landsbankadeild karla. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir aðeins fjórar mínútur í leik Fylkis og FH. Matthías fékk sendingu frá Guðmundi Sævarssyni, hristi af sér varnarmann og skoraði.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vísir.is mun fylgjast vel með gangi mála í leikjum kvöldsins en það er heil umferð á dagskrá. Leikur Fram og Vals á Laugardalsvelli hefst klukkan 20:00.

Leikir kvöldsins:

Fylkir - FH

Breiðablik - Víkingur

KR - ÍA

Keflavík - Valur

Fram - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×