Innlent

Þrír á sjúkrahús vegna umferðarslyss í Hvalfjarðargöngum

Frá Hvalfjarðargöngum.
Frá Hvalfjarðargöngum.

Þrír slösuðust þegar bílar rákust saman í Hvalfjarðargöngunum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var fólkið flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Loka þurfti Hvalfjarðargöngunum vegna slyssins, en búið er að opna þau aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×