Innlent

Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal

MYND/Hilmar

Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um. Pilturinn var sviptur ökurétti til bráðabirgða eftir atvikið en þetta er í annað sinn sem er tekinn fyrir of hraðan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×