Lífið

Þetta er orðið gott, segir lögmaður Britneyjar

Britney Spears þótti ekki standa sig sem skyldi á MTV-hátíðinni á sunnudag.
Britney Spears þótti ekki standa sig sem skyldi á MTV-hátíðinni á sunnudag. MYND/AP

„Það er komið nóg af brjálæðinu," segir lögmaður Britney Spears en fátt annað hefur komist að á slúðursíðum blaðanna en frammistaða söngkonunnar á MTV-tónlistarhátíðinni í vikunni.

Þar þótti hún standa sig illa og hafa sumir gengið svo langt að spá því að ferill hennar sem söngkonu sé á enda. Lögmaður Britneyjar segir hins vegar að hún vilji nú fyrst og fremst einbeita sér að móðurhlutverkinu þessa dagan.

„Ég held að þetta séu erfiðir tímar fyrir Britney. Báðir synir hennar áttu afmæli í vikunni og ég held að hún vilji fagna því án þess að hafa áhyggjur af því hvað þjóðinni - og öllum heiminum - finnst um einkalíf hennar og forræðisdeiluna við Kevin Federline," sagði Laura Vasser, lögmaður Britneyjar eftir fyrirtöku í málinu í Los Angeles í gær. „Ég skil ekki alla þessa athygli. Þetta er sorglegt. Nú er kominn tími til að stöðva brjálæðið," segir Wasser enn fremur.

Britney og Kevin hafa hingað til deilt forræði yfir sonunum tveimur en nú vill Kevin frá 70 prósent forræði þar sem hann telur að Britney höndli ekki móðurhlutverkið vegna skemmtanalífsins sem hún stundi grimmt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.