Innlent

Erill hjá lögreglu á Dalvík

Mikið fjölmenni er enn á Fiskidögum á Dalvík. Talið er þar séu nú um 10 til 15 þúsund manns en í gær voru þar upp undir 40 þúsund manns. Mikill erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt vegna þessa og í morgun var lögregla enn að hafa afskipti af fólki sem var ofurölvi. Um helgina hafa komið upp þrjár líkamsárásir á svæðinu, engin samt alvarleg, og tveir hafa verið teknir fyrir ölvunarakstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel, þrátt fyrir allan fjöldann sem þar er saman kominn að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×