Lífið

Branson máður út af Casino Royale

Daniel Craig fékk tilnefningu til Bafta verðlauna fyrir leik sinn í Casino Royale
Daniel Craig fékk tilnefningu til Bafta verðlauna fyrir leik sinn í Casino Royale MYND/Getty Images

Breska flugfélagið British Airways sýnir um þessar mundir nýjustu Bond myndina Casiono Royale um borð í vélum sínum. Það vekur athygli að eigandi keppinautarins, Richard Bransons hjá Virgin flugfélaginu, hefur verið máður út af eintökunum. Branson lék lítið hlutverk í myndinni við öryggishlið á flugvelli.

Á ritskoðaða eintakinu sést hann aðeins aftan frá. Þá hefur stél Virgin flugvélar einnig verið máð út. Talsmaður BA segir á fréttavef Ananova að myndum sé stundum breytt til að gæta þess að efni þeirra komi farþegunum ekki í uppnám.

Ágreiningur hefur verið á milli félaganna tveggja um langan tíma. Í fyrra var Virgin flugfélagið bendlað við að hafa útvegað breskum yfirvöldum upplýsingar um BA. Þær urðu til þess að rannsókn var hafin á verðlagningu á flugmiðum með félaginu og aukakostnaði.

Nýjasta 007 myndin sló aðsóknarmet fyrri Bond mynda. Daniel Craig leikari hlaut einnig tilnefningu til Bafta verðlauna sem besti leikari.

Virgin flugfélagið var sýnt í myndinni vegna þess að það hjálpaði framleiðendunum við að fá flugvél til Prag. En þar var hluti myndarinnar tekinn.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.