Lífið

Simon Cowell hefði aldrei hleypt Britney upp á svið

Það er ekki komið að tómum kofanum þegar Simon Cowell er spurður álits
Það er ekki komið að tómum kofanum þegar Simon Cowell er spurður álits MYND/Getty

Hinn ofurhreinskilni American Idol og X-Factor dómari, Simon Cowell, hefði aldrei hleypt Britney Spers upp á svið á MTV-verðlaunahátíðinni. "Þetta var versta endurkoma sögunnar" segir hann í samtali við breska blaðið The Sun.

Hún druslaðist um sviðið eins og uppvakningur í brjóstahaldara einum fata. Flutningurinn hefði auðveldlega getað markað endalok ferils hennar.

 

Britney var engan vegin að finna sig á sviðinuMYND/Getty

Simon, sem hefur grætt á tá og fingri á því að leiðbeina upprennandi poppstjörnum á óþægilega hreinskilinn hátt, segir að hann hefði vísað Britney beint á dyr ef hún hefði komið í prufu til hans. "Hún var greinilega ekki tilbúin. Lagið var lélegt, ímyndin var röng og atriðið var ekki æft. Ég er ansi hræddur um að hún hafi hreinlega eyðilagt feril sinn með þessum ósköpum. Það verður að minnsta kosti erfitt fyrir hana að koma aftur í bráð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.