Lífið

Dumbledore er hommi

Michael Gambon leikur Dumbledore í Harry Potter myndunum.
Michael Gambon leikur Dumbledore í Harry Potter myndunum.

Verndari og lærifaðir Harrys Potters, prófessor Dumbledore, er hommi. Höfundurinn J.K. Rowling upplýsti þetta í Carnegie Hall í New York á föstudaginn. Hún var að flytja þar erindi um bækur sínar. Hún var meðal annars spurð hvort Dumbledore hefði einhverntíma fundið stóru ástina í lífi sínu. Og það stóð ekki á svarinu; "Dumbledore er hommi."

Fyrst greip fólk andann á lofti, en svo byrjaði það að klappa. "Ef ég hefði vitað að þetta gleddi ykkur svona mikið, hefði ég sagt frá þessu fyrr," sagði þá Rowling.

Hún sagði að fyrsta ást prófessorsins hefði verið galdramaðurinn Gellert Grindelwald, sem Dumbledore barðist sjálfur við í uppgjöri hins góða og hins illa.

Talsmaður breskra samtaka samkynhneigðra segist gleðjast yfir að ein aðalpersóna Potter bókanna skuli vera samkynhneigður; "Það er gott að samkynhneigðar persónur skuli skrifaðar inn í barnabækur, þar sem það er jú til staðar í okkar heimi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.