Innlent

Viðbúnaðarstig vegna flugvélar á Reykjavíkurflugvelli

Viðbúnaðarstigi var komið á Reykjavíkurflugvelli nú á fimmta tímanum þegar Fokker-vél kom þar til lendingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var um að ræða vandræði með lendingarbúnað en 26 manns voru um borð í vélinni. Hún lenti nú fyrir nokkrum mínútum heilu og höldnu og hefur viðbúnaðarstig því verið aflýst eftir því sem lögreglan segir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×