Innlent

Gæsluvarðhald yfir síbrotamanni

MYND/Stefán
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni. Maðurinn er grunaður um þjófnaði og innbrot. Maðurinn var í byrjun janúar dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir rán. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til búið verður að dæma í máli hans en þó ekki lengur en til 4. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×