Innlent

Uppsagnir hjá Símanum

Tveimur starfsmönnum Símans á Ísafirði hefur verið sagt upp. Ástæðan er verkefnaskortur, en mennirnir voru í sex manna hópi sem sá meðal annars um jarðvegsvinnu og lagningu strengja. Að sögn upplýsingafulltrúa Símans hefur uppbygging á staðnum verið að dragast saman og því þörf á að aðlaga deildina verkefnum sem fyrir liggja.

Starfsmenn Símans á Ísafirði verða tíu talsins eftir uppsagnir tvímenninganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×