Innlent

Sparisjóður gefur Dalvíkingum menningarhús

Sparisjóður Svarfdæla ætlar að gefa Dalvíkingum eitt stykki menningarhús. Sparisjóðsstjórnin tilkynnti um gjöfina í morgun og er tilefnið það að síðasta ár var besta rekstrarár í sögu sjóðsins. Hagnaður eftir skatta varð tæpur milljarður króna.

Ráðgert er að húsið rísi í miðbæ Dalvíkur í grennd við ráðhúsið og hefur sparisjóðurinn þegar látið teikna það. Gólfflötur þess verður 700 fermetrar og er áætlaður byggingakostnaður um 200 milljónir króna. Sparisjóðurinn ætlar að láta hendur standa fram úr ermum því ráðgert er að húsið verði tilbúið til notkunar um mitt ár árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×