Innlent

Bónus vinsælasta fyrirtækið

Bónus er það fyrirtæki landsins sem flestir landsmenn hafa jákvætt viðhorf til, samkvæmt könnun Frjálsar verslunar. Þetta er fimmta árið í röð sem Bónus mælist vinsælasta fyrirtækið. Í könnuninni, sem gerð var 17 -22 janúar, var 571 þátttakandi beðinn um að nefna 1 - 3 fyrirtæki sem hann hefur jákvætt viðhorf til. 23.1 prósent svarenda nefndu Bónus sem er það sama og það mældist með í fyrra. Langt á hæla Bónuss kemur svo Landsbankinn með 10,8 prósent.

Kaupþing, Baugur og Glitnir voru þau fyrirtæki sem fólk hafði neikvæðasta viðhorfið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×