Innlent

Björk Vilhelmsdóttir í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar

Björk Vilhelmsdóttir
www.rvk.is

Fyrrverandi liðsmaður Vinstri-grænna, Björk Vilhelmsdóttir,  hefur gengið til liðs við Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar. Björk sagði sig úr Vinstri-grænum fyrir síðustu borgarstórnarkosningar og fór í óháð framboð í samstarfi við Samfylkinguna.

Björk er varamaður í Borgarráði en situr einnig í Umhverfisráði, Velferðarráði og Hverfisráði Laugardals. Aðspurð hafði Björk þetta um málið að segja: ,,Ég er búin að eiga náið og gott samstarf við Samfylkinguna til fjölda ára. Mér leist svo vel á stefnu Samfylkingarinnar sérstaklega á sviði Umhverfis- og kvennréttindamála að mig langaði að vera með."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×