Frá og með 30.mars verður hægt að sjá myndir í þrívídd í Kringlubíó. Um miðjan næsta mánuð er ráðgert að fara í umbætur í aðalsal bíósins og í frammhaldi af því verður reglulega boðið upp á myndir í þessum gæðum.
Björn Árnason, framkvæmdarstjóri Sambíóanna, segir að hér sé á ferðinni ný gerð þrívíddartækni. Hann gerir ráð fyrir að í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á sífellt fleiri myndir af þessari gerð í bíó.
Samkvæmt tímaritinu Variety er því spáð að á þessu ári megi búast við því að fjöldi bíósala sem bjóða upp á þessa tækni muni fjórfaldast. Þar kemur jafnfram fram að framleiðsla þrívíddarmynda muni aukast til muna á komandi árum.