Innlent

Færð á vegum

Greiðfært er á Suðurlandi. Það eru hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum eru hálkublettir og éljagangur á heiðum, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðaheiði og ófært yfir Eyrarfjall. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Norðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja og éljagangur. Ófært er um Lágheiði. Á Austurlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur, þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði og ófært um Öxi. Á Suðausturlandi eru hálkublettir.

Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, eru  ökumenn beðnir um að gæta mikillar varúðar þegar ekið er yfir og taka tillit til þess að hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 km á klst. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát. Það eru þungatakmarkanir frá Vík í Mýrdal austur að Fáskrúðsfirði en í morgun var þungatakmörkunum aflétt austan Djúpavogs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×