Innlent

Atvinnuleysi undir 1 prósenti

Atvinnuleysi mældist 0,9% í júli og hefur ekki verið minna síðan í október 2000 að því er fram kemur hjá Vinnumálastofnun. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 1,4% og hefur það verið með lægsta móti frá miðju ári 2005.

Fjallað er um þetta í Vegvísi Grteiningar Landsbankans. Atvinnuleysi mælist minnst á Austurlandi, eða 0,2%, og einungis 0,1% á meðal karla. Stóriðjuframkvæmdir hafa vafalítið haft mikil áhrif á vinnumarkaðinn á Austurlandi enda hefur dregið töluvert úr atvinnuleysi þar í júlí síðan 2000 þegar atvinnuleysið mældist 1,6%. Auk þess eru flest laus störf á Austurlandi eða 222 en til samanburðar eru 82 laus störf á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum mældist atvinnuleysið mest eða um 2,1% og þar af 3,3% atvinnuleysi meðal kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×