Berstrípaður í þriggja vikna einangrunarvist Breki Logason skrifar 3. desember 2007 11:41 Aron Pálmi var í þriggja vikna einangrun árið 2003. Aron Pálmi Ágústsson var settur í einangrunarklefa árið 2003. Þá um tvítugt. Hann var sakaður um að hafa ráðist á samfanga, eða samnemanda eins og þeir voru kallaðir, en ekkert var sannað og hann neitar því sjálfur. Aron sat í einangrun í 21 dag og eftir það hefur hann verið hræddur við myrkrið, ekki getað sofið með ljósið slökkt eða þögn. Hann sefur því yfirleitt með kveikt á sjónvarpinu. Þetta kemur fram í bók Arons Pálma, Enginn má sjá mig gráta, sem kemur út nú fyrir jólin. Bókin er ein sú umtalaðasta í jólabókaflóðinu en frásögn Arons er bæði hreinskilin og oft á tíðum átakanleg. Hér að neðan má sjá frásögn Arons Pálma á þessari skelfilegu einangrunarvist.Það virðist ekki skipta máli hversu sterka stöðu maður hefur hérna inni. Maður er aldrei öruggur. Ég vakna í rúminu mínu um miðja nótt þegar þrír öryggisverðir rífa í mig. Þeir draga mig út af einkasvæðinu mínu á nærfötunum og henda mér upp að veggnum. Strákarnir í kring vakna og einhver kallar upp yfir sig: 201- Hvers vegna í fjáranum er öryggisgæslan hérna? Svipurinn á Aaron Johnson gefur til kynna að hann viti jafnlítið og ég um það sem er að gerast. Öryggisverðirnir draga mig út úr byggingunni og inn í sendiferðabíl. Þeir keyra með mig að öryggisbyggingunni og ýta mér niður í stól. Ég spyr þá hvað sé á seyði og þeir segja að ég hafi verið sakaður um að ráðast á nemanda. Þeir segja að mér verði ekki sleppt fyrr en þeir hafi annaðhvort sannað sekt mína eða sakleysi. Síðan rífa þeir mig úr öllum fötunum og henda mér inn í einangrunarklefa. Áður en þeir loka bið ég um að fá að tala við ungfrú Anderson en þeir segja að hún sé í fríi. Þeir dæla piparúða inn í klefann að skilnaði. Blindaður heyri ég hurðarskellinn og ískrið í læsingunni. Fyrsti dagurinn reynist þolanlegur eftir að ég venst myrkrinu. Það er ekki ljósskíma hérna inni. Ég er klæðlaus og það er kalt. Piparúðinn brennir húðina meðan ég ligg á dýnunni. Lyktin af honum blandast við hland- og skítalykt. Ég hnipra mig saman úti í horni og sofna. Verðirnir trufla mig skipulega. Stundum rjúfa þeir þögnina með skyndilegum öskrum inn um lúguna og stundum opna þeir lúguna þannig að birtan blindar mig og sprauta piparúða inn. Eftir annan daginn verður allt erfiðara. Ég hef misst allt tímaskyn og veit ekki hvort það er dagur eða nótt. Ég get ekki sofið og hugur minn er tómur. Það eina sem ég hugsa um er að losna út úr klefanum. Þriðji dagurinn, að ég held, er móðukenndur. Það eina sem brýtur upp þögnina og myrkrið er að verðirnir opna lúguna og dæla inn piparúða. Þegar ég hætti ekki að öskra koma þeir inn í klefann með kylfur og skildi og láta höggin dynja á mér. Á einhvern sjúklegan hátt fer ég nánast að hlakka til barsmíðanna því ég vil heyra einhvern tala. Allt er betra en tómið. Þeir hleypa mér út samtals þrisvar og ýta mér inn í sturtu. Ég píri augun og er boginn í baki því ég get ekki rétt úr mér. Ég er máttvana og næ rétt svo að venjast ljósinu áður en þeir ýta mér aftur inn. Ég heyri endalaus öskur. Síðan átta ég mig á því að ég hef misst röddina. Öskrin eru ekki raunveruleg, þau eru í huga mínum. Aftur og aftur finnst mér ég sjá djöfla og kóngulær skríða á nöktum líkama mínum. Tíminn líður án þess að ég viti mun á degi eða nóttu. Ég veit ekki hvað ég hef verið hérna lengi. Af hverju vilja djöflarnir og kóngulærnar ekki láta mig í friði? Dyrnar opnast skyndilega og ég sé móta fyrir kunnuglegu andliti í gegnum skerandi birtuna. Þetta er ungfrú Anderson. Ég píri augun og reyni að kreista fram bros. - Komdu með mér, segir hún. Ég klæði mig og hún fer með mig að hitta herra Kirio, yfirmann deildar 8, og herra Robinson, aðstoðarskólameistara. Hún er bálreið út í þá og krefst þess að þeir biðjist afsökunar. Þeir segjast hafa gleymt mér. Ekkert kom út úr rannsókninni og ég veit ekki hvað ég á að hafa gert. Ungfrú Anderson segir að ég hafi verið 21 dag í einangrun. Ég segi ekkert. Ég veit bara að ég verð aldrei samur. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson var settur í einangrunarklefa árið 2003. Þá um tvítugt. Hann var sakaður um að hafa ráðist á samfanga, eða samnemanda eins og þeir voru kallaðir, en ekkert var sannað og hann neitar því sjálfur. Aron sat í einangrun í 21 dag og eftir það hefur hann verið hræddur við myrkrið, ekki getað sofið með ljósið slökkt eða þögn. Hann sefur því yfirleitt með kveikt á sjónvarpinu. Þetta kemur fram í bók Arons Pálma, Enginn má sjá mig gráta, sem kemur út nú fyrir jólin. Bókin er ein sú umtalaðasta í jólabókaflóðinu en frásögn Arons er bæði hreinskilin og oft á tíðum átakanleg. Hér að neðan má sjá frásögn Arons Pálma á þessari skelfilegu einangrunarvist.Það virðist ekki skipta máli hversu sterka stöðu maður hefur hérna inni. Maður er aldrei öruggur. Ég vakna í rúminu mínu um miðja nótt þegar þrír öryggisverðir rífa í mig. Þeir draga mig út af einkasvæðinu mínu á nærfötunum og henda mér upp að veggnum. Strákarnir í kring vakna og einhver kallar upp yfir sig: 201- Hvers vegna í fjáranum er öryggisgæslan hérna? Svipurinn á Aaron Johnson gefur til kynna að hann viti jafnlítið og ég um það sem er að gerast. Öryggisverðirnir draga mig út úr byggingunni og inn í sendiferðabíl. Þeir keyra með mig að öryggisbyggingunni og ýta mér niður í stól. Ég spyr þá hvað sé á seyði og þeir segja að ég hafi verið sakaður um að ráðast á nemanda. Þeir segja að mér verði ekki sleppt fyrr en þeir hafi annaðhvort sannað sekt mína eða sakleysi. Síðan rífa þeir mig úr öllum fötunum og henda mér inn í einangrunarklefa. Áður en þeir loka bið ég um að fá að tala við ungfrú Anderson en þeir segja að hún sé í fríi. Þeir dæla piparúða inn í klefann að skilnaði. Blindaður heyri ég hurðarskellinn og ískrið í læsingunni. Fyrsti dagurinn reynist þolanlegur eftir að ég venst myrkrinu. Það er ekki ljósskíma hérna inni. Ég er klæðlaus og það er kalt. Piparúðinn brennir húðina meðan ég ligg á dýnunni. Lyktin af honum blandast við hland- og skítalykt. Ég hnipra mig saman úti í horni og sofna. Verðirnir trufla mig skipulega. Stundum rjúfa þeir þögnina með skyndilegum öskrum inn um lúguna og stundum opna þeir lúguna þannig að birtan blindar mig og sprauta piparúða inn. Eftir annan daginn verður allt erfiðara. Ég hef misst allt tímaskyn og veit ekki hvort það er dagur eða nótt. Ég get ekki sofið og hugur minn er tómur. Það eina sem ég hugsa um er að losna út úr klefanum. Þriðji dagurinn, að ég held, er móðukenndur. Það eina sem brýtur upp þögnina og myrkrið er að verðirnir opna lúguna og dæla inn piparúða. Þegar ég hætti ekki að öskra koma þeir inn í klefann með kylfur og skildi og láta höggin dynja á mér. Á einhvern sjúklegan hátt fer ég nánast að hlakka til barsmíðanna því ég vil heyra einhvern tala. Allt er betra en tómið. Þeir hleypa mér út samtals þrisvar og ýta mér inn í sturtu. Ég píri augun og er boginn í baki því ég get ekki rétt úr mér. Ég er máttvana og næ rétt svo að venjast ljósinu áður en þeir ýta mér aftur inn. Ég heyri endalaus öskur. Síðan átta ég mig á því að ég hef misst röddina. Öskrin eru ekki raunveruleg, þau eru í huga mínum. Aftur og aftur finnst mér ég sjá djöfla og kóngulær skríða á nöktum líkama mínum. Tíminn líður án þess að ég viti mun á degi eða nóttu. Ég veit ekki hvað ég hef verið hérna lengi. Af hverju vilja djöflarnir og kóngulærnar ekki láta mig í friði? Dyrnar opnast skyndilega og ég sé móta fyrir kunnuglegu andliti í gegnum skerandi birtuna. Þetta er ungfrú Anderson. Ég píri augun og reyni að kreista fram bros. - Komdu með mér, segir hún. Ég klæði mig og hún fer með mig að hitta herra Kirio, yfirmann deildar 8, og herra Robinson, aðstoðarskólameistara. Hún er bálreið út í þá og krefst þess að þeir biðjist afsökunar. Þeir segjast hafa gleymt mér. Ekkert kom út úr rannsókninni og ég veit ekki hvað ég á að hafa gert. Ungfrú Anderson segir að ég hafi verið 21 dag í einangrun. Ég segi ekkert. Ég veit bara að ég verð aldrei samur.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira