Íslenski boltinn

102.445 hafa komið á völlinn í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn FH hafa verið duglegir að mæta á völlinn í sumar.
Stuðningsmenn FH hafa verið duglegir að mæta á völlinn í sumar. Mynd/Valli

Langþráð markmið KSÍ náðist í gær er hinn frægi 100 þúsund manna múr var rofinn. Samtals hafa 102.445 áhorfendur mætt á þá 79 leiki sem lokið er í sumar.

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gær en áhorfendamet síðasta sumars var slegið í síðustu umferð.

Af leikjunum í gær mættu flestir á leik KR og HK, samtals 1.447 manns.

FH-ingar hafa þó fengið flesta áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína, 2.065, og er eina félagið sem nær meðaltali sínu yfir tvö þúsund áhorfendur.

Í kvöld verður metið enn slegið þegar Valsmenn taka á móti ÍA í lokaleik 16. umferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×