Lífið

Jessica Biel fagnar afmæli sínu í París

Jessica Biel þótti líta vel út á Óskarnum
Jessica Biel þótti líta vel út á Óskarnum MYND/Getty Images
Leikkonan Jessica Biel, sem skotið hefur upp á stjörnuhimininn síðustu misseri, varð 25 ára síðasta laugardag. Hún fagnaði afmæli sínu í Frakklandi en hún er stödd í París ásamt tveimur vinkonum sínum. Jessica skemmti sér í VIP herbergi Salon France Ameriques skemmtistaðarins og sötraði hvítvín með vinkonunum. Það var síðan klukkan hálf tvö eftir miðnætti sem afmæliskaka sem á stóð ,,Til hamingju með afmælið Jessica" var borin fram.

Samkvæmt People tímaritinu klappaði Jessica saman höndum þegar kakan kom og sagði: ,,Ég er ekki ein af þessum horuðu leikkonum. Ég er með kjöt á beinunum." Hélt afmælisbarnið síðan áfram að skemmta sér til klukkan hálf þrjú um nóttina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.