Lífið

Michael Jackson vinsæll í Japan

Michael Jackson á leið í teti í desember síðastliðnum
Michael Jackson á leið í teti í desember síðastliðnum MYND/Getty Images

Konungur poppsins, Michael Jackson, kom til Japans í gær. Michael þykir ennþá afar vinsæll í Japan og bíða aðdáendur í röðum eftir að fá að hitta hann. Eru sumir tilbúnir að greiða allt að 3500 dollara, jafnvirði rúmra 240 þúsund íslenskra króna, fyrir að taka í höndina á honum og spjalla við hann í 30 sekúntur.

Michael hefur ekki haldið tónleika í nokkur ár. Hann hefur verið bitbein fjölmiðla og ákærur á hendur honum í júní árið 2005 fyrir barnamisnotkun héldu fjölmiðlafárinu gangandi. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif á vinsældir Michaels í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.