Mat á vatnsréttindum 29. ágúst 2007 06:00 Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Helsta gagnrýni á úrskurð matsnefndar um greiðslur til vatnsréttarhafa sem tengjast Kárahnjúkavirkjun hefur falist í eftirfarandi: Bæturnar sem matsnefndin ákvað séu of lágar. Landsvirkjun hafi átt að leggja til grundvallar hærra verð fyrir vatnsréttindin í kostnaðaráætlunum fyrir virkjunina og bjóða fram hærri greiðslur fyrir vatnsréttindin en raun varð á. Virði vatnsréttindanna sé ranglega metið út frá verði raforku til stóriðju því að hærra verð fengist ef þetta rafmagn væri selt á almennum markaði. Eðlilegt hafi verið að ganga frá samningum við vatnsréttareigendur fyrirfram.BótafjárhæðinLítum fyrst á upphæð bótanna og hvort Landsvirkjun hefði átt að ganga út frá hærra mati á vatnsréttindunum. Úrskurður matsnefndarinnar er um tvöfalt hærri en uppreiknaðar greiðslur fyrir vatnsréttindi eins og þau voru metin í Blöndu, sem er nærtækasti samanburðurinn í þessu efni. Það hefði verið afar óeðlilegt af hálfu Landsvirkjunar að styðjast í kostnaðarútreikningum og tilboðum til vatnsréttarhafa við annað en fordæmi frá Blönduvirkjun.Það er ekki fyrirtækisins að leggja fram hugmyndir um hvernig markaðsaðstæður og breyttir tímar hafi áhrif til hækkunar frá því sem áður gilti. Það var hlutverk matsnefndarinnar og hún gerði einmitt það í úrskurði sínum. Lætur nærri að mat hennar tvöfaldi uppreiknað virði vatnsréttindanna frá þessu fordæmi. Þetta er kjarni málsins þegar meta skal hvort greiðslurnar teljist háar eða lágar. Kröfur sumra vatnsréttarhafanna um að meta vatnsréttindin upp á 60 til 93 milljarða voru að líkindum settar fram í öðrum tilgangi en sem raunhæft mat á virði þeirra.Bætur miðast við stóriðjuverðÆtti eðlilegt verð fyrir vatnsréttindin að endurspegla mögulega sölu raforkunnar úr Kárahnjúkavirkjun á almennum markaði þar sem verð er hærra en til stóriðju? Því er til að svara að það er algerlega óraunhæft að virkja jökulsárnar norðan Vatnajökuls fyrir almennan markað. Ef virkjað yrði fyrir þann markað þyrfti að gera ráð fyrir því að aukning á almenna markaðnum leiddi til fullnýtingar á virkjuninni.Rafmagnsnotkun á almennum markaði eykst um 60 gígawattstundir á ári. Kárahnjúkavirkjun getur framleitt um 4.600 gígawattstundir á ári. Ef hún yrði notuð fyrir almennan markað tæki það 75-80 ár að fullnýta virkjunina og á meðan væri ekki pláss fyrir neina aðra nýja framleiðendur á markaði. Lengst af yrði virkjunin langt frá því að fullnýtast og safnaði þess vegna upp fjármagnskostnaði sem engar tekjur kæmu á móti. Þetta leiddi til hærra kostnaðarverðs á rafmagninu og vonlausrar samkeppnisstöðu. Þess vegna er óraunhæft að reikna greiðslur fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar á sömu forsendum og fyrir t.d. nýja smávirkjun. Það er grunnur að hagkvæmri nýtingu stórra og meðalstórra virkjana á Íslandi að stór kaupandi að framleiðslunni fáist strax frá upphafi rekstrar.Samkomulag um málsmeðferðÁtti Landsvirkjun að semja fyrirfram um vatnréttindin? Staðreyndin er að vatnsréttarhafar og Landsvirkjun unnu að því í meira en tvö ár að komast að samkomulagi um þá málsmeðferð að matsnefnd úrskurði um greiðslur og að síðan geti menn leitað til dómstóla ef þeir eru óánægðir með niðurstöðuna. Þetta voru frjálsir samningar og sameiginleg niðurstaða málsaðila.Það eru nálægt 100 jarðir sem eiga vatnsréttindi sem tengjast Kárahnjúkavirkjun og eigendurnir eru mun fleiri en tala jarðanna. Það er alveg ljóst að samningar við hvern og einn um vatnsréttindin væru ómarkvissari og tækju mun lengri tíma en þau vinnubrögð sem viðhöfð voru. Við gerð kostnaðaráætlunar um virkjunina og samninga um raforkusöluna gerði Landsvirkjun ráð fyrir greiðslum fyrir vatnsréttindin í samræmi við uppreiknuð fordæmi. Þess var ennfremur gætt að borð væri fyrir báru hvað varðar arðsemi verkefnisins. Enda kemur á daginn að þótt greiðslur fyrir vatnsréttindin nemi um milljarði umfram það sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir í útreikningum sínum, þá breytir hún ekki því að Kárahnjúkavirkjun stenst eftir sem áður þá arðsemiskröfu sem gerð var af eigendum fyrirtækisins.Kjarni málsinsÞegar allt er skoðað verður ekki annað séð en að bótafjárhæðin sem matsnefndin ákvað sé rífleg í ljósi fyrirliggjandi fordæma og að eðlilegt hafi verið að miða bæturnar við sölu raforkunnar til stóriðju sem er forsenda virkjunar ánna sem um ræðir. Loks liggur fyrir að allir aðilar féllust fyrirfram og í frjálsum samningum á að nota þá aðferð sem viðhöfð var.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun