Innlent

Hjálpa öldruðum að snúa til síns heima í Króatíu

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Króatíu afhenda hjálpargögn frá Íslandi árið 2005.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Króatíu afhenda hjálpargögn frá Íslandi árið 2005. MYND/Félagsmálaráðuneytið

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur í samráði við flóttamannanefnd ákveðið að veita Rauða krossi Íslands ríflega 3,8 milljón króna styrk til flóttamannaverkefnis í Króatíu.

Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að með fénu eigi að aðstoða aldraða flóttamenn af serbneskum uppruna í Bosníu og Serbíu sem eru að koma sér fyrir á heimaslóðum sínum í héruðunum Lika, Dalmatíu, Kordun og Banovina í Króatíu. Þaðan flúðu þeir meðan stríðsástand ríkti á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar.

Um er að ræða framhald á hliðstæðu framtaki Rauða krossins sem félagsmálaráðuneytið styrkti á árinu 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×