Innlent

Jepplingur og flutningabíll rákust saman í Öxnadal

Þrír fóru á sjúkrahús til skoðunar eftir árekstur flutningabíls og jepplings í Öxnadal um sex-leytið í kvöld. Bílarnir rákust saman á hornunum og fór jepplingurinn út af og valt. Talsverð hálka var á svæðinu. Ekki er ljóst hver meiðsl mannanna voru en lögregla taldi ekki að þau hefðu verið alvarleg.

Kyrrstæður bíll var á veginum og var flutningabíllinn að sveigja fram hjá honum þegar jepplingurinn kom úr gagnstæðri átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×