Löghlýðnasta nemendafélag landsins 1. apríl 2007 08:00 Nemendur lögregluskólans halda hópinn fyrir utan hefðbundinn skóla. „Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist," segir Óli Ásgeir Hermannsson, nemi í Lögregluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svokallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt" nemendafélag er ljóst að nemendur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám. „Meðan við erum í skólanum þá er mikið líf, við förum saman í kvöldmat og hittumst fyrir utan skólann þegar svo á við," segir Óli. „Og þetta er í það minnsta löghlýðnasta nemendafélag landsins," bætir Óli Ásgeir við og hlær. Alls eru 48 nemendur við nám í Lögregluskóla ríkisins og Óli segir nemendurna koma af öllu landinu. Athygli vakti á heimasíðunni þegar kennsla í maze-úðum fór fram og mátti sjá myndir af verðandi lögregluþjónum fá úðann í augun. Óli telur þetta vera eitt sársaukafyllsta námskeið sem völ er á um þessar mundir. „Nemendunum er skipt upp í nokkra hópa og svo gengur kennarinn á milli og sprautar maze-úðanum í augun. Svo er okkur skipað að opna augun og þá upplifir maður alveg gríðarlegan sársauka enda hefur úðinn bæði áhrif á sjónina og öndunina," útskýrir Óli sem telur þetta námskeið þó vera ákaflega mikilvægt fyrir lögreglumenn. „Þú verður að vita hvaða tæki og tól þú hefur í höndunum og prófið er til þess gert að menn séu ekki að nota úðann að óþörfu," útskýrir hann. Taka verður hins vegar skýrt fram að farið er að öllu með gát og hver sá sem fær úðann í augun er með aðstoðarmann og þau eru umsvifalaust hreinsuð með vatni eftir stutta stund. Svaðilfarir Martins Riggs hafa yfirleitt ekki úrslitaáhrif þegar menn ákveða að ganga til liðs við laganna verði. Umræðan um virðingu almennings fyrir lögreglunni og starfi hennar hefur ekki farið framhjá nemendunum skólans en Óli segir að flestir viti að hverju þeir gangi. Og löggumyndir frá Hollywood hafi lítil áhrif á ákvörðun manna um að ganga til liðs við laganna verði. „Nei, ef þetta væri eitthvað Mel Gibson-starf væri það bara bónus," segir hann og hlær. „Stærstur hluti nemendanna er fólk sem hefur verið í afleysingum hjá lögreglunni nokkur sumur. Lögreglustarfið er ekki bara einhver maður út á götu heldur miklu fjölbreyttara starf með mörgum deildum," segir Óli. Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Þetta er nú ekkert í líkingu við lífið í Police Academy enda bjuggu þau öll á heimavist," segir Óli Ásgeir Hermannsson, nemi í Lögregluskóla ríkisins. Fréttablaðið komst á snoðir um heimasíðu svokallaðs nemendafélags skólans þar sem sjá mátti myndir úr starfi skólans og þótt Óli Ásgeir vilji síður en svo kalla þetta „formlegt" nemendafélag er ljóst að nemendur skólans halda hópinn fyrir utan strangt og stíft nám. „Meðan við erum í skólanum þá er mikið líf, við förum saman í kvöldmat og hittumst fyrir utan skólann þegar svo á við," segir Óli. „Og þetta er í það minnsta löghlýðnasta nemendafélag landsins," bætir Óli Ásgeir við og hlær. Alls eru 48 nemendur við nám í Lögregluskóla ríkisins og Óli segir nemendurna koma af öllu landinu. Athygli vakti á heimasíðunni þegar kennsla í maze-úðum fór fram og mátti sjá myndir af verðandi lögregluþjónum fá úðann í augun. Óli telur þetta vera eitt sársaukafyllsta námskeið sem völ er á um þessar mundir. „Nemendunum er skipt upp í nokkra hópa og svo gengur kennarinn á milli og sprautar maze-úðanum í augun. Svo er okkur skipað að opna augun og þá upplifir maður alveg gríðarlegan sársauka enda hefur úðinn bæði áhrif á sjónina og öndunina," útskýrir Óli sem telur þetta námskeið þó vera ákaflega mikilvægt fyrir lögreglumenn. „Þú verður að vita hvaða tæki og tól þú hefur í höndunum og prófið er til þess gert að menn séu ekki að nota úðann að óþörfu," útskýrir hann. Taka verður hins vegar skýrt fram að farið er að öllu með gát og hver sá sem fær úðann í augun er með aðstoðarmann og þau eru umsvifalaust hreinsuð með vatni eftir stutta stund. Svaðilfarir Martins Riggs hafa yfirleitt ekki úrslitaáhrif þegar menn ákveða að ganga til liðs við laganna verði. Umræðan um virðingu almennings fyrir lögreglunni og starfi hennar hefur ekki farið framhjá nemendunum skólans en Óli segir að flestir viti að hverju þeir gangi. Og löggumyndir frá Hollywood hafi lítil áhrif á ákvörðun manna um að ganga til liðs við laganna verði. „Nei, ef þetta væri eitthvað Mel Gibson-starf væri það bara bónus," segir hann og hlær. „Stærstur hluti nemendanna er fólk sem hefur verið í afleysingum hjá lögreglunni nokkur sumur. Lögreglustarfið er ekki bara einhver maður út á götu heldur miklu fjölbreyttara starf með mörgum deildum," segir Óli.
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Feðraveldishryllingur á RIFF Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira