Innlent

Forsetabíllinn kannski ekki svo umhverfisvænn

Nýi forsetabíllinn er kannski ekki eins umhverfisvænn eins og verið hefur látið. Í ítarlegri úttekt á bílnum í The New York Times er hann sagður allt annað en það. Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi sem nýlega kynntu svokölluð græn bílastæði keyra ekki um á vistvænum bílum.

Á fimmtudaginn í síðustu viku kynnti Reykjavíkurborg að eigendur vistvænna bíla fái ókeypis í bílastæði í Reykjavík í allt að nítíu mínútur í hvert sinn. Við það tilefni mættu borgarstjórinn og formaður umhverfis- og samgönguráðs á vistvænum bílum.

Þeir aka þó hvorugir vistvænum bílum dagsdaglega.

Ekki er langt síðan að forseti Íslands kynnti nýjan umhverfisvænana forsetabíl með tilheyrandi viðhöfn á Bessastöðum. Við það tækifæri sagði hann að hann hefði aldrei valið sér Lexus nema af því að hann er svo umhverfisvænn.

Nýlega birtist hins vegar grein í New York Times þar sem því er haldið fram að Lexus bifreið, eins og sú sem forsetinn ekur á, sé í raun ekki svo vistvæn. Þegar bíllinn sé ekinn hraðar en 50 til 60 kílómetra á klukkustund byrji hann að spúa út koltvísýringu en eftir því sem bílinn er ekinn hraðar þeim mun meira bensíni eyðir hann. Í greininni er því einnig haldið fram að framleiðendur bílsins séu að þyrla ryki í augu neytenda þegar hið sanna sé að díselknúnir bílar eins og Bercedes Bens Dísel E-Class séu í raun vistvænni.

Þá er bara spurning hvort forsetinn aki bíl sínum greitt um götur borgarinnar og knúi þá Lexusinn áfram með bensíni nú eða keyri rólega og verndar umhverfið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×