Innlent

Hjartavernd tekur í notkun nýjan hjartarita

Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir hjá Hjartavernd, kynnti hjartaritann í húsnæði Hjartaverndar í dag en viðstaddir voru starfsmenn Glitnis sem hlupu Reykjavíkurmaraþon og hétu á Hjartavernd.
Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir hjá Hjartavernd, kynnti hjartaritann í húsnæði Hjartaverndar í dag en viðstaddir voru starfsmenn Glitnis sem hlupu Reykjavíkurmaraþon og hétu á Hjartavernd.

Hjartavernd hefur tekið í notkun nýjan og fullkominn hjartarita sem keyptur var fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst síðastliðnum.

Um 800 þúsund krónur komu í hlut Hjartaverndar þegar áheit voru gerð upp eftir Reykjavíkurmaraþon Glitnis en um tugur starfsmanna bankans sem tók þátt í hlaupinu hét á samtökin.

Fram kemur í tilkynningu frá Hjartavernd að ritinn komi að góðum notum við greiningu og rannsóknir en hjartalínurit er ein einfaldasta leiðin til að greina vísbendingar um kransæðasjúkdóm og hjartsláttartruflanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×