Lífið

Samkeppni um nýjan sumarskála við Norræna húsið

Glerskálinn sem stóð fyrir framan Norræna húsið í sumar.
Glerskálinn sem stóð fyrir framan Norræna húsið í sumar.
Norræna húsið og Arkitektafélag íslands fara eftir helgi á stað með samkeppni um hönnun á sumarskála sem á að rísa við Norræna húsið sumarið 2008. Glerskálinn sem stóð fyrir framan Norræna húsið síðastliðið sumar vakti mikla athygli og eftir velheppnað sumar var ákveðið að setja samkeppnina af stað.

Meginmarkmið samkeppninnar er að framkalla tillögur í háum gæðaflokki að sýningarskála sem standa á í 4 mánuði fyrir framan Norræna húsið, sumarið 2008. Með skálanum verður lögð áhersla á að kynna og skapa kennileiti fyrir nútíma íslenska byggingalist á alþjóðlegum vettvangi. Því er mikilvægt að byggingin sjálf sé áhugaverð og dæmi um góða íslenska samtíma byggingalist. Einnig verður byggingin að kallast á við byggingu Alvar Aalto - Norræna húsið.

Byggingin verður opnuð á Listahátíð í maí 2008 en tengist einnig 40 ára afmælishátíð Norræna hússins 24. ágúst 2008.

Í byggingunni mun fara fram margvísleg starfsemi eins og fyrirlestrar og fundir, leiksýningar, gjörningar, móttökur, tónleikar og fleira.

Samkeppnin er opin öllum íslenskum arkitektum og arkitektanemum 40 ára og yngri. Allir þátttakendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.