Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf 2. ágúst 2007 09:54 Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni
Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21
Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06