Íslendingur aðstoðaði við björgunarstörf 2. ágúst 2007 09:54 Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Íslendingur búsettur í Minneapolis var sjónarvottur að því þegar átta akreina brú í Minnesota hrundi á háannatíma. Að minnsta kosti sjö létust í slysinu og um 20 er saknað. Íslendingurinn, Einar Guðjónsson, segir á athugasemdakerfi Vísis að hann hafi nánast séð brúna hrynja í baksýnisspeglinum örfáum mínútum eftir að hann hafði sjálfur keyrt eftir henni. „Ég keyrði þarna yfir aðeins nokkrum mínútum áður en brúin hrundi, sá hana nánast hrynja í baksýnisspeglinum," segir Einar meðal annars. „Snéri við til að bjóða aðstoð, en þetta var hrikalegt, fólk slasað, fast í bílunum, fast undir brúar- og stálbitum, 7 látnir þegar ég yfirgaf svæðið." Einar segir að þegar hann hafi ekið eftir brúnni hafi hann einmitt verið að hugsa um hvort að brúin myndi þola þyngslin á henni því fyrir utan venjulega umferð hafi verið mikið af þungavinnuvélum á brúnni. Þegar Einar sá brúna hrynja segist hann hafa snúið þegar við og hafist handa við að bjarga fólki. „Eina góða sem gerðist var að mér og tveimur öðrum tókst að bjarga konu og dóttur hennar úr bíl í vatninu, náði svo manni úr bíl næst hennar, en hann var því miður látinn áður en við komum honum á þurrt land." „Það verða gífurlega margir sem koma til með að eiga erfitt eftir þetta hörmulega slys," segir Einar Guðjónsson að lokum í færslunni. Viðtalið við Einar Guðjónsson í heild sinni
Tengdar fréttir Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21 Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Brú hrundi í Mississippi fljót Brú yfir Mississippi ána sem bar meginumferðaræð í Minneapolis í Bandaríkjunum féll í ána á aðalumferðartíma síðdegis. Fjöldi bíla, vitni segja allt að 150, þar á meðal skólarúta, voru á brúnni og lentu margir þeirra í ánni. Að minnsta kosti þrír eru látnir. Brúarhafið í heild gaf eftir. Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segir í tilkynningu að ekki sé um hryðjuverk að ræða. Framkvæmdir stóðu yfir við brúna eftir að steypuskemmdir komu í ljós á henni í athugun 2006. Um 200,000 bílar fara yfir brúna daglega. Þetta var stálbogabrú, smíðuð 1967. 2. ágúst 2007 01:21
Minnst sjö látnir og sextíu slasaðir eftir brúarslys Minnst sjö eru látnir eftir að átta akreina brú í Minnesota hrundi í gærkvöld á háannatíma, með þeim afleiðingum að fjöldi bíla steyptist niður í Mississippi ána. Unnið hefur verið að viðgerð brúarinnar undanfarna mánuði. 2. ágúst 2007 08:06