Innlent

Þór Jónsson tekur að sér almannatengslamál fyrir Kópavogsbæ

Þór Jónsson starfaði sem varafréttastjóri Stöðvar 2 áður en hann fór til félagsmálaráðuneytisins.
Þór Jónsson starfaði sem varafréttastjóri Stöðvar 2 áður en hann fór til félagsmálaráðuneytisins. MYND/PS

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins, hefur sagt upp störfum hjá ráðuneytinu. Hann tekur að sér almannatengsl fyrir Kópavogsbæ í næsta mánuði. Þetta staðfesti Þór í samtali við Vísi.

„Ég sagði upp til að taka við þessu starfi í Kópavogsbæ," sagði Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins, í samtali við Vísi. „Þetta er mjög svipað starf og ég hef verið að sinna fyrir ráðuneytið."

Þór gerir ráð fyrir því að hefja störf fyrir Kópavogsbæ í næsta mánuði. „Ég þarf klára nokkur verkefni fyrir ráðuneytið og verð því að vinna þar eitthvað í ágústmánuði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×