Ginobili óstöðvandi 8. desember 2007 11:40 Manu Ginobili sýndi hvers hann er megnugur í sigri San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA. NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið. Ginobili var allt í öllu hjá San Antonio líkt og gegn Dallas í síðasta leik og skoraði 37 stig, en meistararnir voru án fyrirliða síns Tim Duncan í báðum leikjunum. "Ekkert sem þessi maður gerir kemur mér lengur á óvart," sagði Gregg Popovich þjálfari San Antonio um frammistöðu Argentínumannsins, sem hefur líklega verið besti maður San Antonio í vetur. Liðið situr á toppi Vesturdeildarinnar með 17 sigra og aðeins 3 töp og hefur ekki tapað leik á heimavelli. Deron Williams skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Utah og Carlos Boozer var með 28 stig og hirti 17 fráköst, en tapaði 9 af 20 boltum Utah í leiknum og það gerði gæfumuninn - enda var Utah með 54% skotnýtingu í leiknum gegn aðeins 43,8% nýtingu heimamanna. Utah hefur ekki unnið í San Antonio síðan árið 1999 - sem er 17 leikja taphrina. Liðinu mistókst að nýta sér fjarveru Tim Duncan í gær og á síðustu tveimur leikjum meistaranna er ekki að sjá að þeim verði ógnað í bráð. Fimm í röð hjá Phoenix Phoenix er líka á fínni siglingu í Vesturdeildinni og vann fimmta leikinn sinn í röð í nótt þegar það skellti Washington á útivelli 122-107. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og Steve Nash gaf 19 stoðsendingar fyrir Phoenix en Andray Blatche skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Chicago stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Detroit með góðum útisigri 98-91. Andres Nocioni var besti maður Chicago með 22 stig en Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir heimamenn, sem hafa tapað báðum leikjum sínum fyrir Chicago til þessa í vetur. Orlando tapaði óvænt á heimavelli fyrir Indiana 115-109 þar sem Danny Granger skoraði 27 stig fyrir Indiana en Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando. Philadelphia skellti New York 101-90. Jamaal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York en Samuel Dalembert skoraði 20 stig fyrir Philadelphia. Boston taplaust heima Boston er enn taplaust á heimavelli eftir að liðið rótburstaði Toronto 112-84. Kevin Garnett skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Anthony Parker var með 13 stig í liði Toronto sem var án nokkurra fastamanna í leiknum. Houston lagði New Jersey á útivelli 96-89 þar sem Jason Kidd spilaði með New Jersey á ný. Yao Ming skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Houston en Vince Carter skoraði 32 stig fyrir heimamenn. Met hjá New Orleans New Orleans jafnaði NBA met þegar liðið lagði Memphis 118-116 í framlengdum leik. Þetta var níundi sigur New Orleans í framlengingu sem er metjöfnun. Leikstjórnandinn Chris Paul fór hamförum hjá New Orleans með 43 stigum og 9 stoðsendingum og skoraði sigurkörfu liðsins. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með því að skella Sacramento 97-87 á útivelli. Chris Kaman skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers en Ron Artest skoraði 21 stig fyrir heimamenn. Enn tapar Miami Golden State lagði lánlaust lið Miami 120-113 með ógurlegum lokaspretti þar sem Baron Davis skoraði 13 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Stephen Jackson var enn á ný mikilvægur í liði heimamanna og skoraði 28 stig og Monta Ellis 21. Dwyane Wade skoraði 33 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir gestina frá Miami og Dorell Wright skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst. Shaquille O´Neal lék aðeins 21 mínútu í leiknum, en hitti öllum 6 skotum sínum og hirti 10 fráköst á þeim tíma. Þetta var þúsundasti leikur miðherjans á ferlinum. Loks vann Seattle góðan heimasigur á Milwaukee 104-98. Nýliðinn Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Seattle en Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee. Staðan í NBA.
NBA Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira